Búnaðarrit - 01.01.1897, Side 20
8
grípur allt af fleiri og fleiri kindur, þegar hún á annað
borð er komin í hjörðina.
2. Að hinar sjúku kindur klœjar og klóra sjer
mjög; má oft sjá, ef litið er yfir hjörðina, að sumar
kindur eru miklu órórri en aðrar; reyna má og að klóra
kindinni, en þó hafi menn það hugfast, að í byrjun
kláðans geta kláðablettirnir verið svo viðkvæmir, að
kindin kveinki sjer við að láta klóra sjer.
3. Að ullin er ótútleg, í lokkum og lausari á kind-
inni, en vant er, og berar skellur með köflum.
4. Menn gæti og nákvæmlega að sjálfri húðinni,
þukli vel og skoði einkum á lendum, hrygg, herðakambi
og bóghnútum, hvort ekki sjeu hrúðrar og sprungur.
5. En öldungis viss getur þó enginn verið, nema
hann linni sjálfan maurinn. Eins og áður er sagt, má
sjá hann með berum augum, einkum ef hann er látinn
skríða á cinhverju svörtu, t. a. m. gleri, som svert er
með ijósreyk á neðri fietinum og hitað svo lítið eitt;
við hitann for maurinn að skríða og sjest hann þá bet-
ur; cn opt og einatt er svo crfitt að finna maurinn,
þótt hann sje á kindinni, að til þess þarf nákvæma
rannsókn með smásjá og annan útbúnað, sem ekki er
hvers manns meðfæri.
Af sjúkdómum þeim, er í fijótu bragði líkjast kláða,
má nefna útbrot þau, er koma á fje, er það gcngur
úti í votviðrum; koma þau helzt á magurt, þunnullað
fje og lýsa sjer á þann hátt, að yfirhúðin eins og blotn-
ar upp og eyðileggst af hinni sífelldu vætu; kemur svo
bólga í húðina með smárifum og blöðrum, sem springa
og mynda hrúðra og skorpur, er mjög geta líkst kláða-
hrúðrum og það því fremur, sem útbrot þessi koma
einkum á háls, hrygg, herðakamb og lendir kindanna
og optast bjá öllu því, sem á við sömu kjör að búa,