Búnaðarrit - 01.01.1897, Side 21
9
Viðlíka útbrot mumi og geta komið af illri og blautri
húsavist. Að þetta sje þó ckki kláði, sjest bezt á því,
að útbrotin batna vanalega af sjálfu sjer undir eins og
þornar til eða skepnurnar eru teknar í þur og góð hús;
enn fremur klæjar kindina hjer miklu minna.
Mjög mikil uilaríita í sambandi við flösu og fleira
getur stundum límt ullina saman, svo að líkst getur
kláða; en sje vel gætt að, er húðin undir sljett og heil-
brigð og kindina klæjar ekki.
Þá geta lýs á sauðfje valdið útbrotum, er vakið
geta grun um kláða. Eru bæði aðfarir þeirra og áhrif
á húðina og kindina í heild sinni all-líkar mauranna,
enda er kynið talsvert skylt. Hjer á landi mun ekki
vera að tala um nema tvær togundir lúsa á fje, en það
er fœrilúsin (melophagus ovinus) og fellilúsin (tricho-
dectes sphærocephalus). Færilúsina þekkja víst flestir,
enda er liún bæði mjög algeng og enginn smágripur,
som erfitt sje að sjá. Hún gjörir fjenu mikinn usla
ineð því að stinga það með sogbroddi sínum og sjúga
úr því blóð; við það koma sniábólguhnútar í húðina og
ef mikil brögð eru að lúsinni, gcta vessar þeir, er smita
út úr þessum bólum. orðið að all-stórum hrúðrum; auk
þessa klæjar kindina og leiðir það til þess, að hún nudd-
ar oigi all-sjaldan af sjer ullina. — Fellilúsin er miklu
minni (’/ir, þml.) og óalgengari en færilúsin. Hún sýg-
ur ekki blóð, heldur nagar hún yflrhúð kindarinnar og
ullarhárin niðri við rætur þeirra; getur hún þannig
gjört það að verkum, að ullin detti af kindinni hjer og
þar, en eptir verða berar skollur með smákaunum og
hrúðrum, sem ágerast mjög við að kindin klórar sjer.
Fellilúsin liflr einkum á mögru fje, sem illa er hirt. —
Það mun ekki veita erfltt, að groina útbrot þessi frá
kláða, ef vcl cr að gætt, því að lúsamergðin segir tíjótt