Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 31
19
og væri gott að hann Ijcki á hjörum, cn undir hinn
endann má hlaða svo rniklu af hnáusum eða torfi, að
lítið eitt halli að kerinu, svo að lögurinn frá kiudinni
renni þangað aptur. Á báðar hliðarrcndur hlemnisins
eru negldir 3 þuml. háir listar, svo að eigi renni út af.
Til þess að kindinni veiti hægra að standa á hlemmn-
um, má ncgla á hann tvo eða fleiri þverlista, cr eigi
þurfa að vera háir, en skörð verða að vera í þeim, til
þess að lögurinn geti runnið óhindraður niður eptir
hlemmnum. Til hæginda og til þess að kerið sjc stöð-
ugra, er gott að grafa það nokkuð niður.
Þegar allt er vcl undirbúið, taka 2 menn kindina
og baða; tekur annar þeirra um fram- og apturfætur
hennar, sínar með hvorri hendi, en hinn tekur báðum
höndum um höfuð henni þannig, að hann geti lokað
augum hennar með þumalfingrunum; dj'fa þeir henni
síðan niður í baðið, svo að ckkert standi upp úr nema
munnur, nasir og augu og skal henni haldið þannig hjcr
um bil 3 inínútur. Þá er liún tekin upp úr og látin
upp á hlemminn; taka þar 3 menn við henni. Einn
þeirra, er stendur við enda hlemmsins, tekur um höfuð
hcnni og hcldur því föstu og nuddar jafnframt og strýk-
ur af hnakka, eyrum, neðri skolti og hálsi, en hinir
tveir, er standa sinn tii hvorrar hliðar, eiga að hafa
harðan bursta og nudda með honum búk kindarinnar,
einkum þar sem kláðablettir eru. Eins og áður er gét-
ið, verður að baða aptur á sama hátt að viku liðinni,
ef duga skal við kláða.
Sjcu kláðahrúðrar og skorpur á kinduuum að mun,
nægir ekki að baða þær eingöngu; þá verður að bera
í þær 3—4 daga á undan fyrra baðiuu, einu sinni á
dag, unz skorpurnar eru eyddar að mestu; skulu allir
hrúðrar og kláðablettir nuddaðir rækilega með smyrzl-
2*