Búnaðarrit - 01.01.1897, Side 34
22
gildi þcirra. Ráðlegra mun að baða úr ]>vi, sem menn
vita, hvað er og hvaða verkun hefur, en einhverju ó-
þekktu og ef til vill misjöfnu.
Sótthreinsun húsa. Eins og áður er getið, verður
að drepa maurinn, sem kann að vera í húsunuin, áður
en heilbrigðt eða baðað fje er hýst í þeim. Það er auð-
vitað enginn hægðarleikur að sótthreinsa fjárhús lijer á
landi, en mikið má, ef viljinn er góður. — Fyrst skal
öllu taði og rusli mokað út á afskckktan stað, og væri
gott að hella í það klórkalkrennsli eða strá í það kalki.
Þá skulu viðir allir upp að ræfri þvegnir úr kreólín-
vatni (2'/o °/o) eða karbólvatni (5 hl. óhr. karbólsýru,
3 hl. grænsápu og 100 hl. vatns), eða þá tjargaðir að
öðrum kosti; síðan skal gólf, garði og veggir rennvættir
í klórkalkrennsli, sem búið er þannig til, að 1 hl. klór-
kalks er leystur í sundur í köidu vatni og síðan bætt
svo miklu við af heitu vatni, að hlutfallið verði 1— 50
og hiti blöndunnar 50 stig á C. Óruuna afganginum af
klórkalkinu má blanda saman við smáan sand og strá
á gólfið. Síðan skal húsið viðrað i 3 daga.
Það cr og ágætt að bræla húsin með klórgufu, en
eigi hún að koma að tilætluðum notum, verður fyrst að
rennvæta húsið allt innan, því að annars vcrkar klórið
ekki eins vel. Gæta skal þess, að dyr sjeu vel byrgð-
ar, svo og strompar og önnur göt, er vera kunna á hús-
inu. Klórgufan er framleidd á þann hátt, að 4 hlutum
óhroinsaðrar saltsýru cr hellt í 3 hluti klórkalks, sem
áður hefur vcrið lirært saman við 3 lil. vatns. Er þetta
haft í smáílátum, sem sett eru hjer og þar í húsin með
jöfnum millibilurn og æði hátt frá gólfi, sökum þess, að
klórgufan er þung og leitar niður á við. Varastskal að
láta of mikið af klórkalki i hvert ílát, því að þá vcllur
yfir barma þess, þegar sýrunni er hellt í. Fyrir hvern