Búnaðarrit - 01.01.1897, Page 37
25
að fjelagsbúið hjá oss íslendingum (landssjóður) bvíli á
fleiri stoðum en bændavinnunni einni, þar sem tillag komi
úr ríkissjóði Dana, afgjald af fasteignum o. fl. En þetta
er þó ekki annað en arður af handafla forfeSranna,
eins og t. d. að réntur af viðlagasjóðnum — og hann
að nokkru leyti líka — er arður af handafla nútíðar-
inanna.
En hvernig eru nú kjör vinnulýðsins svona yfir
höfuð að tala? Þessari spurningu svarar herra banka-
gjaldkeri Halldór Jónsson í „Búnaðarritinu“ 1894 hvað
landbúnaðinn snertir, og er að vísu á rökum byggt,
það sem hann ritar um það efni, en ófullkomið frá þeirri
hlið, að hann tekur að eins eitt dæmi og það af manni,
sem á, eða hefir undir hendi, talsverðan höfuðstól, en
hefir tiltölulega mjög ljett heimili. Og naumast er að
gcra ráðfyrir svo hagfeldu jarðnæði, þó í góðsveitsje, að
það vinnandi fólk, er hann telur, geti unnið fyrir bú-
peningnum með frátöfum við búverk, fyrirhöfn við börn-
in o. m. fl., til þess bústofninn geti vcrið viss og óhult-
ur. Nei, það mundi allvíðast svo, að talsvorða aðfengna
sumarvinnu þyrfti að fá í viðbót. Auk þess lieflr bónd-
inn ýmisleg útgjöld, svo sem árlcgan kostnað til húsa-
bóta, til búsgagna og m. fl., þar á meðal sveitarútsvar-
ið, scm nemur talsverðri upphæð í fiestum sveitum af
ýmsum ástæðum, og ættu eiginlega þessi útgjöld að
takast til greina, úr því allar tekjur af búponingn-
um eru tilfærðar. —
Jafnvel þótt það fje, sem lagt er í landbúnað, beri
svo góða vexti, ef dugnaður og hyggiiuli fyigja mcð,
að ckkort á voru landi jafnist þar við þegar mcðaltal
er tekið og öllu er á botninn hvolft, að minnsta kosti
eins og atvinnuvegum hagar nú, þá þarf þó jafnframt
á hitt að líta, að margir hafa lítið til að byrja með og