Búnaðarrit - 01.01.1897, Side 40
um hdir það aldrei getað verið — og að opnast augu
manna fyrir því, að mikill hrossafjöldi gerir mikinn land-
usla, og eins vel sje varið stráunum, er vaxa á áhúð-
arjörðinni, að hafa kindinni íieira á henni. Vitanlega
getur eigandiun haft arð af hrossaeign sinni, ef hann
hefir það hrossakyn, er framleiðir góða reiðhesta, af
því þeir eru svo miklum mun verðhærri en hinir.
En hvernig getur nú framanskrifaður frumbýlingur
auðgast, þegar hann hefir að eins 80 kr. — eða jafn-
vel minna — fyrir hvern og einn af fjölskyldunni ár-
lega til að lifa af? Fylgjum honum eptir 5 fyrstu bú-
skaparárin og sjáum hvcrnig fer. Að þeim liðnum er
hann búinn að koma upp annari kú— kálfi undan kúnni,—
sem er orðin mjólkandi frá fyrsta kálfi 4. veturinn — og
húinn að tvöfalda æreign sína þannig, að annað og þriðja
búskaparárið bætast við 4, fjórða árið 3, fimmta árið 5,
og 6 gemlingum er hann búinn að verja til að eignast
annað hross til, svo hann á nú hélmingi meiri bústofn
en hann byrjaði með. Á þessu tímabili hefir hann eign-
ast 103 gemlinga framgengna að vorinu (fyrstu 2 árin
18 hvort, þriðja árið 20, fjórða árið 22, fimmta árið 25).
Af þessari gcmlingatölu tel jeg frá: 6 fyrir hestinn, 12
til að auka bústofninn og 7 fyrir vanhöldum, er sam-
tals gerir 25. Líka tel jcg strax frá 4 gemlinga hvert
árið, samtals 20, og þurfa þeir því ekki að koma í út-
gjöldin. Yerða þá eptir 58 gemlingar, er bóndinn hefir
haft til frálags þessi 5 ár, og til að borga með skuldir
sínar og gjöld. — Dragi maður nú saman allar tekjur
af búskapnum þessi 5 ár mjóllcina úr kúnni (mjólk
úr kvígunni seinni veturna legg jeg á móti því, erhún
sjálf fjekk á fyrsta ári sínu, og sem ofanálag að öðru
leyti), ull og mjólk úr svo gott soin 70 ám eitt ár,
ull af 100 gemlingum, ágóða af jarðarkúgildum og 58