Búnaðarrit - 01.01.1897, Síða 43
31
Ef nú þcssi sami maður hefði sett sig niður í þurra-
búð og varið sínum 400 kr. til að byggja sjer húskofa,
útvega sjer rúmföt og annað, er liafa þurfti til að hafa
ofan af fyrir sjer sem daglaunamaður, sem allt hefði
orðið fátæklegt, þá er varla að gera ráð fyrir betri
atvinnu hjá oss en svo, að hann hefði innunnið sjer 400
kr. um árið. Hann er nú í þeirri stöðu sami ráðdeild-
armaðurinn og getur því haft lítilfjörlegan afgang fyrsta
árið. En þegar liðin eru 5 ár og hann er orðinn þriggja
barna faðir, þá mun fara að verða þröngt í búi hjá hon-
um, auk þcss sem sjálfur höfuðstóllinn fer síþverrandi
í húsi hans og munum. Er þannig íijótsjeð, hver munur
er á þessu og landbúnaðinum, og óefað reyndust 100
kr. hjá honum til nauðþurfta fyrir hvern einu í heim-
ilinu ekkert notadrýgri heldur en 80 kr. í búsafurðum
hjá landbóndanum.
Ef að maður þessi hefði leigt sjor húsnæði og var-
ið sínum 400 kr. til að kaupa sjer bát og veiðarfæri,
og sett sjer það mark og mið, að lifa af íiskiveiðum
eingöngu, þá er ekki hægt að gera neina sennilega á-
ætlun um, hvernig honum hefði reitt af við það. Bæði
er sá afarmunur á eptirtekjunni í hinum ýmsu sjópláss-
um kringum landið, og svo er sjávarútkaldið stopulla
en allt annað; árferði og aflabrögð svo mismunandi, að
stundum getur sjómaðurinn borið mikið úr býtum, en
aptur aðra tíma ekki haft „málungi matar“, auk þess
sem allar skýrslur vanta til að skapa sjer meðaltal ept-
ir þeim. En sá maður, sem sætti þilskipaveiði á þeim
tíma, sem hún cr stunduð, og gæti svo fært sig til að
stunda bátaveiði á öðrum timum árs — en það er ekki
hugsandi nema fyrir einhleypa menn — hann mundi ef-
laust bera upp talsverðan ávinning, þegar miðað væri
við meðaltal. Þó munu allir sammála um það, er fiski-