Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 45
33
vissari, sem nokkuð getur vegið hitt upp. — t öðru
lagi gerir H. J. eptirgjald eptir jörð bóndans og opin-
ber gjöld hans að eins 150 kr. E>ar sem hann reiknar
húsaleigu og opinber gjöld kaupstaðarbúans 400 kr., sem
er talsvert um of eða ójafnt skipt, jafnvel þó kaupstað-
arbúinn þuríi að borga dálítið árlega í ekknafjárhirzl-
una, ef hann er embættismaður. — Sjálf hin almennu
opinberu gjöld hljóta ætíð að verða fullt svo mikil eða
meiri á bóndanum, og hann þarf líka að borga nokkra
húsaleigu óbeinlínis í viðhaldi húsanna á jörðinni, henn-
ar og sínum eigin, auk vaxta af verði þeirra húsa, er
hann sjálfur á. Auk þessa þarf bóndinn að hafa hross
til afnota fyrir búið, er gerir honum meira en 100 kr.
útgjöld. — Að öllu þessu athuguðu verða að minnsta
kosti 50 kr. minni afgangstekjur fyrir hvern mann í
heimilinu hjá bóndanum en kaupstaðarbúanum með
2000 kr. launum. —
Það skal fúslega viðurkennt, að embættismaðurinn
þarf að vera betur til fara í klæðaburði sínum en bónd-
inn, til þess að halda uppi sóma sínum. Bn bóndinn
slítur líka miklum mun meira af fötum við stritvinnu
sína, svo óvíst er, að embættismaðurinn haíi nokkuð
meiri kostnað til þeirra hluta. 2000 kr. eru þau rýr-
ustu laun, er boðleg þykja handa embættismanni, er í
kaupstað býr, og sá, sem er þannig lægstur í stiganum,
ætti ekki að þurfa að berast svo mikið á í því. Það
ber öllum að „sníða sjer stakk eptir vexti“.
Bnginn skal fúsari að viðurkenna en jeg, að em-
bættisinennirnir ættu að geta gert meiri kröfur tii lífs-
ins en bændur almennt, og að 2000 kr. sjeu sennileg
sem lægstu enibættislaun handa þeim, sem ekki búa í sveit.
En það kemur fram tilíiunanlegt misrjetti gagnvart
bóndanum, hvað eptirlaun embættismanna snertir, og
Búnaíarrit XI. 3