Búnaðarrit - 01.01.1897, Síða 51
39
stjottir, hvor andstæftur öílrum. En þctta er þó í raun
og vcru ekki svo, heldur sami fiokkurinn á misjöfnum
aldri og stigi, því hvað eru vinnukjú yíirieitt annað cn
verdandi húsbændur? Laga-ákvæðin um vistarbandið
er því ineira að skoða sem rjettindi bænda eður þoirra,
sem lengra eru komnir álciðis til að vera stoð ogstytta
fjclagsins, heldur cn sem húgunarlög á ulþýðu yfirhöfuð.
Að lög þessi voru brotin, sem víða mun hafa átt sjer
stað, var því í raun og veru ekkert annað en það, að
bændur hafa gefið cptir jiennan rjett sinn og verið um-
burðarlyndir í því tilliti, því nijög hafa víst verið fá-
gætar ákærur fyrir þau lagabrot.
Ef nú lausamennskan „siglir háan vind“, þá má
ganga að því vísu, að landbúnaðurinn líður við það. —
Karlmcnnirnir leita til sjávarins í þeirri von, að geta
innunnið sjer margar krónur á dag, þegar vel blæs, en
haft aptur hvíld og næði á milli. Og þegar þeir „liggja
í veri“, þá eru þeir ckki „tagltækir“ fyrir landbóndann
til vinnu á heimili hans. En oitthvað þurfa þeir af sjer
að gera þá tíma, sem þeir ekki geta leitað sjer atvinnu
á sjónum. — Jafnframt rýmkun á vistarbandinu hefði
þurft að komast á almenn grciðasala, því hætt er við,
að hin „íslenzka gestrisni“ verði misbrúkuð af lausa-
mennskunni. Sýslunefndirnar ættu að taka það mál að
sjer og semja reglugjörð um það, útnefna vissa bæi í
hverjum hreppi, svo marga sem þurfa þætti, semveittu
gistingu og annan beina, ákveða verð á því, er í tje
væri látið o. s. frv. Þó þossi rcglugjörð ekki gæti feng-
ið beint lagagiidi, þá gæti hún orðið aðhald og leiðar-
vísir að lifa cptir, að því er hverjum einum þóknaðist.
— Bændur þyrftu að sínu lo\ti að gjalda varhuga við,
að láta lausafólkið setjast upp hjá sjer, þegar því þókn-
aðist, eður veita því nokkuð það, er ekki kæmi fullt