Búnaðarrit - 01.01.1897, Page 52
40
iðgjald fyrir. Peir {)urfa yfir höfuð „að standa vel í
ístaðinu11 og láta lausaniennskuna sigla sinn eiginn sjó
og sýna sig annaðhvort lífs eða liðna af eigin ramleik,
j>egar fram líða stundir. —
Það er annars mitt álit, að það uppþot, sem nú
er með lausamennsku unga fólksins eigi sjer okki lang-
an aldur. Hin nýju lög um rýmkun vistarbandsins frá
2. fehr. 1894 hafa eins og vakið þetta mál af svefni og
komið af stað þessum óróa. Atvinnuvegirnir eru — enn
þá sem komið er að minnsta kosti — svo oinskorðaðir,
vcturinn svo langur, eða tíminn, sem hjer um bil ekk-
ert verður aðhafst sjer til bjargar fyrir þá, sem ekkert
bú hafa eða sjerstaka sýslan, að lausamennskan upp-
fyllir tæplega hinar glæstu vonir fyrir þá, sem í gróða-
skyni gefa sig í hana. Og þegar reynslan er fullkom-
lega búin að sanna það, þá fer uppþotið að líkinduin
að minnka. —
Jeg hef tvö dæmi fyrir augunum — og jafnvcl
fieiri — sem sanna, að lausamennskan er ekki gróða-
vegur fyrir hvern sem er. Vorið 1883 fóru tveir vinnu-
menn mínir frá mjer, báðir í lausamennsku. Var ann-
ar þeirra búinn að vera hjá mjer í 20 ár (kom til mín
innan við fermingu) og gat því fengið leyfisbrjefið fyrir
2 kr., en hinn þurfti að kaupa það fyrir liðugar 70 kr.
Báðir voru menn þessir einhleypir, heilsuhraustir og
mjög vol vinnandi; sá yngri jafnvcl talsvert lagtækur
bæði á trje og járn. Báðir reglusamir og að öllu út-
liti líklegir til að geta neytt sín vel í stöðu þessari.
t>eir áttu báðir dálítinn skepnuvísi og nokkrar eptir-
stöðvar af kaupi sínu þar fyrir utan, eiukum sá eldri,
sem átti það að nokkru leyti á vöxtum í sparisjóði. —
Mjer datt nú ekki annað í hug en að menn þessir
mundu spila sig upp og brátt vcrða gróðamenn, cn sú