Búnaðarrit - 01.01.1897, Page 58
46
aður var gerður, er fyrst framan af var svo, að gera
moldarhrygg í miðjunni og þekja utan yfir með góðu
torfi. Bn á meðan verið var að láta í tóptina, hafði jeg
segldúksábreiðu til að verja hana, þegar úrfelli var. —
Bitt árið ljet jeg illa þurt, hrakið og vont úthoy ofan
á súrheyið, án þess að hafa nokkuð á milli, i þeirri
veru, að það skyldi draga í sig gufuua úr hinu og verða
við það annað og betra hoy. Þetta fór þó á aðra leið,
því, hey þetta varð svo fúlt og vont, að engin skepna
vildi jeta það, en súrheyið sjálft undir alveg eins og
það var vant, þó ekkert væri á milli þess og hins. Þar
á móti reyndist mjer mjög „praktiskt“, er jeg gerði
seinustu árin (tvö seinustu búskaparár mín þornaði
hólmaheyið af ijánum, svo jeg ljet þá ekkert í tóptina),
að binda þurt hey ofan á, og hafa torfþak á milli, þeg-
ar fullsigið var i tóptinni, því á þann hátt var auðvelt
að búa um súrheyið og þægilegt að gefa það að vetr-
inum. —
Óþurkasumarið 1886, þegar svo gott sem ekkert
strá náðist hjer þurt fyr en um höfuðdag, ljet jeg seint
um sumarið gera gryfju í gamlan öskuhaug og bjó þar
til súrhey úr 70 klyfjum af töðunni, sem elzt var og
mest hrakin (hjer um bil mánaðargömul) og varð það
að góðum notum um veturinn. Bigi að síður lejmdi
það sjer ekki, að hey þctta var ekki látið niður nýsleg-
ið, því bæði var það Ijótara á litinn, sýrusterkjan með
fýlukeim og skepnur ljetu vor við að jeta það en hitt.
Þó álitu gjafainennirnir minni mun á því til fóðurs og
hinu úr súrheystóptinni— sem oins og áður varhólma-
taðan nýslegin — heldur en von væri á, og fjekkst
þannig reynsla fyrir því, að engin frágangssök er að
gera súrhey úr heyi, þó nokkuð sje hrakið, jafnvel þó
ákjósanlegra sje að hafa það nýslogið.