Búnaðarrit - 01.01.1897, Page 59
47
Að öðru leyti er fremur óþægilcgt og leiðinlegt,
að gefa heyið að vetrinum úr svoleiðis gryfjuin, bæði
af því, að vökvinn úr hcyinu og önnur bleyta getur
ckki sigið frá (þarna í öskugröfinni gætti þess iniklu
meira en ef í moljörð hefði verið) og svo er moldarlagið
illt viðfangs, þegar það er haft. En samt er engin þörf
á að hafa hlöður fyrir súrhey, hcldur að eins tópt með
dyrum á, sem náttúriega þarf að lilaða vandlega upp í
áður en heyið er látið niður, er annaðhvort sje grafin
í hólbarð eða hlaðin upp á jafnsljettu. Þegar þurt hey
er látið ofan á og borið upp á vanalegan hátt, þá er
að ganga um þetta eins og hverja aðra heytópt og bleyt-
an í súrheyinu þarf ekki að orsaka gjafamanninum noin
leiðindi.
Yfir höfuð að tala virtist mjer reynsla mín benda
á, að vandhæfni við að verka súrhey væri næsta lítil
nema í því tilliti, að verja öllum leka og vatnsrennsli
frá að komast ofan í það, þegar það er búið að brjóta
sig og fergjast saman. Það fór svo eitt árið hjá mjer,
að komizt hafði vatn niður í það á cinum stað og
skemmdist eða jafnvel ónýttist öli sú flá, er það hafði
gotað brotið sig um. Kom þannig það sama fram hjá
rnjer eins og Torfa í Ólafsdal, þogar það sama vildi til
hjá honum. — Eins og jeg gat um hjer af framan var
súrheystópt mín hlaðin upp að innan með strengjum og
þeir felldir vel saman, voru því voggirnir vel þjettir
og sljettir fyrstu árin og bar þá ekki nokkra vitund á
rekjum eða úrgangi út við þá, yztu stráin oins og þau
sem voru í miðjunni. En svo fór strengjahleðsla þessi
að gúlpa dálítið inu með pörtum og verða þannig ó-
sljettari af því hún var of þuun og binding vantaði í
hana, og fór þá strax að bera á myglublettum og rckj-
um út við veggina. Þurfa þvi voggirnir á öllum súr-