Búnaðarrit - 01.01.1897, Qupperneq 61
49
nokkrum efnabreytingum við sýringuna, eins getur það
máske verið, að það haldi betur í sjer sumum efnum,
sein eru bæði holl og nærandi fyrir skepnuna, heldur
en það hey, sem þurkað er. Að minnsta kosti bendir
Fjósamóra mín á það, að súrheysfóðrið hafi vcrið hcnni
hollt, þó það ekki fullnægði öllum þéiin skilyrðum, er
þroskaskeið hennar og bygging (,,Organisme“) útheimti.
Bændur geta gcrt sjer hagræði með súrhcysværkun
frá þeirri hlið, að talsverður vinnusparnaður er í því
að taka lieyið strax af ljánum og binda það í súrheys-
tópt, sjer í lagi þegar eptirvinnan verður tafsöm vegna
óþurka Annar kostur súrhéysins er sá, að allar skepn-
ur verða strax sólgnar í það, og má eflaust krydda
annað fóður með þvi, cr þær máske ljetu illa við. Þriðja
kostinn getur maður talið, að súrhey getur eflaust aldrci
brunnið og ónýtzt fyrir þá sök, sem svo opt kemur fyr-
ir með þurkað hey, ef verkunin ekki fæst eins góð og
skyldi. —
í „ísafold“ 1894, 57. bl., var grein um, að er-
lendis væri farið að verka hey á þann hátt, að taka
það af Ijánum, forgja það í stæðu á bersvæði eða án
þess að nokkur tópt væri eða aðhald á nokkurn veg.
Tilraun með þetta gerði jeg ciunig sumarið 1887, án
þess jeg vissi um, að aðrir hefðu gjört það á undan mjer.
Jeg tók allt heyið nýslegið af einni dagsláttu aftúninu,
er vanalega gerir 12 --14hesta af þurruheyi, setti það í fer-
hyrnda stæðu á sljottum hól, 4 al. á hvern veg. Var
það vandlega hlaðið upp og vel troðið, og þcgar allt
heyið var kornið, var stæðan einnig nálægt 4 al. á hæð.
Þakti jeg svo yfir með torfi, ljet borð ofan á það og
svo grjótfarg á borðin, cr mun liafa verið allt að þvi
100 pd. á ferfetið. Seig stæða þessi ört fyrst og þurfti
að athuga um fargið og færa það lítið citt til, svo hún
Bdnaðarrit XI. 4