Búnaðarrit - 01.01.1897, Page 65
Eeykjakoti, og var gott að fá hana, því bæði er bún
skarplega og vel hugsuð bjá höfundinum og mundi
húsaskipun í líkingu við tillögur hans reynast „praktisk“
í mörgu tilliti, þótt hún ei falli í allra geð. Það
yrði óefað mikiil sparnaður, að byggja bæ á þennan hátt,
ef hann ætti allur með öllum úthýsum að byggjast í
einu; en hitt er vafamál, hvort rjett væri að hafa
íveruhúsið innan í þessum hvyríing af hlöðu- og pen-
ingshúsum. Aptur á móti þætti mjer mjög ákjósanlcgt,
að hafa öll peningshús í hvyrfing um heyhlöðu á öðrum
stað, en slík bygging útheimtir að sjálfsögðu þök úr
öðru en torfi á hliðarhúsunum jafnt sem aðalbygging-
unni.
Hinir voðalegu og hörmulegu jarðskjálftar á suður-
landinu næstl. sumar hafa verulega vakið athygli manna
á bæjabyggingum og er mikil von til, að þeir verði að
lærdómsríkri hugvekju fyrir landsmenn yfir höfuð. „Af
skaðanum verður maður hygginn". Það mun mörgum
þykja ástæða til að lúka lofsorði á tillögurnar um bæja-
byggingar í 9. bl. „ísafoldar“ þ. á. eptir „Þ.“ og Jón
snikkara Sveinsson. Að minnsta kosti finnst mjer rit-
gerðin eptir Þ., sem maður getur betur sett sig inn í,
af því hún er algerð í blaðinu, en að eins ágrip af hinni
— svo vel hugsuð og vel við eigandi á öllum smærri
býlum, að maður geti trauðla álitið aðra bæjabyggingu
betri og hagfeldari hjer á landi, þegar undanskilin eru
veruleg steinhús. Kjallari undir öllu aðalhúsinu eykur
ekki einungis rúmið svo, að byggingin getur verið nærri
því hclmingi minni ofanjarðar, heldur fyrirbyggist með
honum rakalopt, sem annars er hætt við, að verki á all-
an gólfhringinn og jafnvel undirgrindina upp úr grund-
vollinum, og geri viðina endingarminni en ella. Og
þegar hann (kjallarinn) er, þá getur húsið sjálft vorið