Búnaðarrit - 01.01.1897, Qupperneq 67
55
.Teg tek til dæmis 12 al. langt og 10 al. breitt hús með
alkjallara undir, sem væri nægilega stór bær á 20 hndr.
jörð eða stærri. Yfir kjaliarahleðsluna 'væri sljett með
steinsteypu. Á þann steinsteypuíiöt kæmu stoðir úr 5"
trjám, ferköntuðum, 4 al. á hæð, er stæðu þannig, að
raðirnar á þeim sneru inn, en ckki flatkanturinn. Við
endana að neðan væru gólfbitarnir festir og loptbitarnir 2
eða 3 kvartil frá efri endanum, eða eptir því sem menn
vildu hafa „portið“ hátt eða lágt. Væri svo gerð 8
þml. þykk steinsteypa milli stoðanna og utan við þær,
þannig, að steypan kæmi dálítið innan við raðirnar á
stoöunum, er til hliðar snúa, en meiri hlutinn af fjöðr-
inni stæði inn úr steypunni. Ofan á stoðaendaua og
steypuna kæmu svo lausholt með yfirgrind, er vel
væri fest við stoðirnar með járnsinklum, svo engin hætta
væri á að hún fyki af. Innan á stoðirnar neglast svo
sillurnar, sem þiljunum er rcnnt í, en í bilið á milli
þoirra og steypunnar sje troðið þurrum dýjamosa, vel
þurru heyi eða einhverju því cfni, er illa leiöir kulda
og hita. Negla má innan á stoðirnar eptir vild undir
sillurnar, til að auka þetta bil, svo skjólveggurinn verði
sem þykkastur á milli. — í svona lagaða steinsteypu-
tópt eru skástoöir allar óþarfar og undirgrind, nema
gólfbitarnir. Stoðirnar fjaðrarmyndaðar í steypunni
halda við og stöðva hana; en auk þess gæti maður sett
járnteina i gegnum stoðirnar einhverstaðar á þeim, er
stæðu dálítið út úr stoöunum báðum megin og inn í
steypuna, ef mönnum sýndist svo.
Steinsteypuveggir þessir mundu verða, ef þeir væru
hafðir alla leið upp úr á stöfnunum, nokkuð innan við
500 teningsfet, þcgar dregið væri frá fyrir gluggum og
dyrum. Og með því að gera, að úr eiuni tunnu af
semcnti, blandað með hjer um bil 4 af sandi og 4 af