Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 73
61
hnattstaða íslands fyrir það, að landið getur æ og ætíð
verið utan við stríð og styrjaldir, þegar þær geysa milli
þjóðanna, og allar jiær hörmungar, cr þeim fjdgja, j>ar
sem þær ná yfir: mennirnir teknir frá konum sínum og
börnum á meðan þeir ekki eru komnir á gamalsaldur,
synirnir frá foreldrunum, hvorirtveggju í oiúnn dauð-
ann, eða til að verða örkumlaðir alla æfi ef svo vill
verkast. Bál og brandur vofir yfir húsum og eignum
manna þegar minnst varir á því svæði, sem ófriðurinn
geysar yfir, og konur mega vera við því búnar á hverri
stundu, að verða óhlutvöudum útlendingum að bráð,
auk þess seni líkamlegar kvalir að öðru leyti optast
fylgja með, þegar svo stendur á. - Er ckki nokkurs
virði, að vera laus við alla hættu í þcssu tilliti? — Og
athugi maður ástandið eins og það er nú í löndunum
sumstaðar, þar sem „stjórnleysingjar“ af ýmsum þjóðum
og flokkum „spila sína rullu“; trúarofsi og þjóðahatur
hlífir engu (Rússar við Gyðinga, Tyrkir við Armeníu-
menn o. s. frv.), er brotizt getur út þegar minnst varir
hingað og þangað, herbúnaður og allskonar vígvjcla-
smíðar hvílir eins og iarg á þjóðunum — þá mega ís-
lendingar þakka fyrir að vcra eins útúrskotnir eins og
þeir eru frá öllum þessum ósköpum. Þeir geta varið
öllum kröptum sínum til friðsamlegra starfa, er hlýtur
að bera ákjósanlega ávexti með tímanum. Þó mcnn hafi
talað mikið um „doða“ og „svefnmók", þá’ er þó uú
farið að viðurkenna, að orðinn sje nokkur morgunroði
í framfara-áttina, og „lítill vísir getur orðið að stóru
trje“. —
En hvernig er svo landið að öðru leyti í saman-
burði við önnur lönd?
Það er nú að sönnu heldur en ekki „arrogant“ af
mjer, að ætla að svara því spursmáli, og jeg skal heldur