Búnaðarrit - 01.01.1897, Page 80
68
eða hátt upp í 1a/2 milljón kr., sem er þá gróði lands-
ins á 20 árum. — En jafnframt má það takast hjor til
greina, að hvcr skepna er nú að meðaltali eflaust nieira
virði en fyrir liðugum 20 árum síðan, því framfarir eru
víst nokkrar orðnar i því víða um land, að bæta kyn-
ferði og gera svo vcl við skepnurnar, að þær beri góð-
an arð. —
Athugi maður nú jafnframt landshagsskýrslurnar
1892 (Stj.tíð C, bls. 122), þá sjer maður, að húseign
landsins hefir aukizt á árunum 1879—1891 um 2,328,000
kr. liðlega, og er það fremur ánægjulegur ávöxtur í 12
ár, eptir íslenzum mælkvarða í þeirri grein. En það
er víðar ávöxtur en þar. Árið 1891 var samlagsfje
landsmanna í sparisjóðum, að meðtöldum „Söfnunarsjóðn-
um“, orðið hátt upp í milljón kr. (sem nú eflaust er komið
nokkuð á aðra milljón), er alls ekkert var fyirr 1874;
viðlagasjóður Iandssjóðs orðinn nálægt 1 milljón, sem að
nokkru leyti (J/8—’/4?) er gróði landsins síðan 1875, og
landsbankinn búinn að græða í viðlagasjóð handa sjer
í lok ársins 1895 160 þús. kr. — Vitanlega er þetta
fje í sjóðunum ekki allt gróði landsins næstliðin 20 ár,
því þeir eru fyrst og frcmst að einhverju leyti orðnir
til af fje, er áður var til, og svo stendur moiri hluti
þeirra í útlánum út um landið, svo skuldir landsmanna
eru líklega nokkuð meiri nú en þá. Það kemur þar
samt til skoðunar, að skuldir manna af „privat“-lánum,
fyrir ómyndugra fje o s. frv. eru eflaust margfalt minni
nú en fyrir 20 árum, svo þær hafa þannig gengið yfir
á sjóðina, auk þess sem verzlunarskuldir eru líklega
heldur minni, þó ofmiklar sjeu enn. — Enn má álíta
talsvérðan gróða landsins fólginn í því, að verulcgur á-
hugi er vaknaður um allt land að bæta jarðirnar og
nokkuð aðgert mcð jarðabótum, þó það ætti helzt að