Búnaðarrit - 01.01.1897, Síða 82
70
Það ér nú reyndar sagt um „Landshagsskýrslurn-
ar“, sem birtast hjá oss, að þær sjeu óároiðanlegar og
illa fallnar til að byggja á þeim yfirlit yfir cfnahaginn,
hvað tölu búpenings snertir og þess konar, og er það
líkl. ekki um skör fram sagt. En engin ástæða er til
að álíta eitt ár í því lakara en annað, og ætti það því
ljóslega að sýna sig, þegar framför eða apturför verður,
eins og aðaltilgangurinn er með línum þessum hjer að
framan. Það yrði oflangt mál, að fara lengra útí það,
en það þarf ekki nema lauslega að yfirfara skýrslurnar
til að sjá, að efnahag landsmanna fer nokkuð fram yfir-
leitt, og er furðanlega fljótur að ná sjer aptur, þó áfiill
komi, eins og t. d. fjárkláðinn eptir miðju aldarinnar og
harðindin á 9. áratugnum. Þannig segja skýrslurnar að
sauðfjártalan liafi 1881 verið orðin 10 þús. meiri en
1874, en þá kom apturkipjmr í allt af harðærinu, sem
þó var búið að jafna sig svo upp 1892, að þá var sauð-
fjártalan orðin liðug 30 þús. meiri en 1874. — Margir
fást um það, að kúabú heíir farið minnkandi hjer á landi
og teija það mikla apturför í búskapnum. Eu þar er
að mínu áliti á þrennt að líta. Fyrst og fremst það,
að þegar mjólkurbúið verður óþarflcga stórt til l)úsins
þarfa, þá minnkar verðiuæti þess, afþví við sveitamonn
höfum enn þá ekki fullkomið lag á að gera okkur verð
úr því, sem umfram er þarfirnar. Annað er það. að
20—30 kindur fóðrast að vctrinum á kýrfóðrinu, og þó
hinn árlcgi arður af þcim verði minni cn af góðri rnjólk-
urkú, þá er talsvert meira verð í þeim, og afurðirnar
(ull og kjöt) koma vcl við í búinu ásamt mjólkinni, auk
þess sem þær geta verið kaupeyrir, hvenær sem vera
skal. I jiriðja lagi kemur það sjer í lagi fram á mjólk-
urkúnum, að betra sjc að hafa höfðatöluna minui með
góðum viðurgjörningi, heldur cn meiri með lökum viður-