Búnaðarrit - 01.01.1897, Side 89
77
áður en þeir láta j)á fara að „stúdera11. Hin föstu em-
bætti eru fyrst og frenjst óþarflega mörg á landinu, en
þar til og með skila skólarnir óþarflega mörgum „efnum“
í þau sem eru. Hugsunarbátturinn er enn þá svo, að
likamleg vinna þykir ekki vel samrýmanleg kandídats-
verðleikanum, og getur þá biðin eptir embætti opt orðið
óþægileg. — Þó einbver piltur sje gáfaður og vel gefinu
tilbóknáms, þá ætti samt eðlisfar bans að ráða, efhann
gæfi vonir um að verða uppbyggilegur fyrir sjálfan sig
og fjelagið sem bóndi, sem handiðnamaður, sem sjómað-
ur, eða hvað helzt annað í leikmannaröð. Sá flokkur-
inn þarf nauðsynlega að fá nýja og góða krapta og má
ómögulega missa af því sem hann getur fengið. En hafi
pilturinn á annað borð slíka lmfileika og flnni
hvöt hjá sjer til þess, þá er viljinn hjá honum sjálf-
sagður til þess, og þá kemur hann „á sína rjettu hillu“.
Að öðru leyti er það vitanlegt, að öll bókleg menntun
er dýrmæt fyrir þá menn som aðra, og vonandi er, að
sá hugsunarháttur ryðji sjer til rúms, að engin niður-
læging þyki í líkamlegri vinnu fyrir karl eða konu, þó
einhverrar inenntunar hafi notið, já, verði innan skamms
svo, að beinn sómi þyki að því fyrir liina menntuðu
menn, að fást við líkamleg störf, þegar vel ber undir
með það.
Það hefir jafnan verið viðkvæðið, þegar eitthvað
átti að framkvæma, að fje vantaði til þess, og hefir það
ckki verið að ástæðulausu, því fje í höndum almennings
hefir ætíð verið af skornum skamti, jafnvel þó einstakir
menn fyr og seinna hafi getað safnað dálitlu i handrað-
ann. En þoir peningar hafa j)á ckki verið tagltækir til
að „spekúlora“ með, og fjelagsskapur til íjárframlaga
opt verið erfiður, því til svo margra þurfti að lcita, cf