Búnaðarrit - 01.01.1897, Qupperneq 90
78
nokkuð til muna þurfti að fá, cnda stundura gofizt hálf-
illa, þegar til framkvæmdanna koin. Nú cru að vorða
aðrir tímar í þessu tiiliti, því landsbankinn, ásamt spari-
sjóðunum, eru að mynda veltufje í landinu, sem ætti að
notast vel til að veita atvinnuvcgunum fjör og þroska,
því einstakir menn, eða nokkrir í fjelagi, geta fengið
það upp í hendurnar, hvcnær sem er, þegar þeir hafa
tryggingu að setja á móti, auk þess sem sveita- og sýslu-
fjelög geta haft ráð á því þegar þeim þóknast. Yerk-
eí'nið fyrir sjóðina er nóg i voru eigin landi: fiskiveiðar
margskonar, gufuskipaferðir fjarða á milli og fjórðunga,
og svo ýmislegar umbætur á landinu. Að því er verka-
fólk vantaði, þá væri eíiaust hægt að fá það frá Norogi
og jafnvel fleiri löndum, þegar fje væri í höndunum til
að borga með. —
Hinar miklu framkvæmdir Norðmanna og framfarir
þeirra eru alls ekki að þakka landskostum þar, heldur
því, að þeir eru mjög kjarkmiklir, ötulir og margir ó-
deigir á að taka lán til að „spekúlora11 með. Þoir á-
gætismenn af þeirra flokki, sem liafa tekið sjer bólfestu
hjá oss: Otto Wathne og þeir hvalveiðamennirnir á Vest-
fjörðum, leiða í ijós, hvílíkar auðsuppsprettur eru fólgn-
ar í sjónum við strendur landsins. En hvalveiði og síld-
veiði þurfa mikið fjárframlag, eins og þær hafa verið
reknar hjer við land að þessu, og má segja um þær
veiðar hvorutveggju, að þær geri mann brátt ríkan, þeg-
ar heppnin er með, en þær geta líka haft þann dutlung
til, að gera efnaðan mann fátækan, ef þrek og þolgæði
ekki væri óbilandi. — Þorsk- og hákallaveiði eru þar á
móti ekki eins örðugar viðfangs, og þær veiðar eru lika
athvart landsmanna. Að hákailaveiðinni sitjum vjer ís-
lendingar einir, enn þá sem kornið er, því þó Norðmenn
gerðu allmargar tilraunir við þá veiði fyrir 30—40 árum