Búnaðarrit - 01.01.1897, Side 93
81
þegar það var albúið, kostaði það 600 kr. meira, eða
fullar 9000 kr., og stóð, það sem vantaði, í skuld við
verzluu upp á væntanlegan afla. —
Á þessum hákallaskipum er skipshöfnin vanalega
12 manns, er hver tekur sinn lilut af veiðinni og kost-
ar sig að öllu lcyti sjálfur. Atta hlutir dauðir eru tekn-
ir, svo veiðin skiptist í 20 staði. Af þessum 8 dauðu
hlutum fer 1 til skipstjóra í formannskaup, og annar
er talinn á móti ábyrgðargjaldinu, því flestallir hafa
haft þessi skip síu í hinu „Eyfirzka skipaábyrgðarfje-
lagi“ síðan það myndaðist fyrir 27 árum, þó þannig, að
skipið sjálft ber upp hlutinn, en borgar aptur ábyrgð-
argjaldið úr sínum reikningi.
Vorið og sumarið 1887 var mikið óhamingjuár f'yrir
hákallaveiðina á Norðurlandi - bæði lítill afli og þar
að auki skiptapar — og varð aflinn á „Æskuna“ ekki
meiri en svo, að skipið var í 900 kr. skuld, þegar út
var farið til vciðanna 1888. En það ár varð atíinn 8
lýsistunnur til hlutar, svo skuldiu borgaðist og 48 kr.
urðu afgangs til eigenda; en þá voru vextir áfallnir
4°/0 af 8400 kr. = 336 kr.
Kostaði skipið þá við árslok . . . kr. 8400,00
og ófengnar rentur...................— 288,00
Samtals kr. 8688,00
1889 fjekk skipið 8 lýsistunuur til hlutar og gerðu
7 hlutirnir.........................kr. 1787,00
Útgjaldareikningurinn var þá kr. 1606,00
og rentur af 8688 kr. . 347,00 — 1952,00
Vantar þar enn til að tekjurnar jafnist við gjöldin 165
kr., svo skipið kostar við árslok 8853 kr.
Búnaöarrit XI.
6