Búnaðarrit - 01.01.1897, Síða 96
84
frádregnum bræðslukostnaði af lifrinni, hjer um bil 330
kr., er hver þeirra heíir borið upp árlega þær 18—20
vikur, sem menn eru vanalega bundnir við vertíð þessa
(frá byrjun apríls til miðs ágústs), en frá því má þó
draga allt að 50 kr. á mann fyrir ýmislegum auka-
kostnaði, sem þessi útvegur hefir í för með sjer í sam-
anburði við ýmsa aðra atvinuu.
Petta allt er nú að sönnu allgóður árangur, enda
hefir „Æskan“ verið holdur ofan við meðalröð hákalla-
skipanna með afia — eitt árið aflahæst —, en útgjalda-
reikningur skipsins mun iíka nokkuð fyrir ofan meðal-
tal við hin skipin, svo hreinar tekjur af skipinu vcrða
líklcga nálægt meðaltalinu þessi árin. En samt sein
áður gerir dæmið af þriggja dagslátta partinuin hjer að
framan talsvert betur, ef það fær að standa óhrakið,
sem er von mín — Norðlendingafjórðungur er yfirloitt
miklu betur fallinn til landbúnaðar en sjávarúthalds, og
ættu því Norðlendingar að „setja sem mest á það kort“
að auka og bæta grasræktina, verja miklu af sinni hlut-
deild í veltufje landsins, eða því fje, sem ætti að vera
atvinnuvegunum til bóta, til þess. Það yrði mjög tví-
sýn hagsvon að því fyrir Norðurland, að koma sjer upp
þilskipastól til þorskveiða. Fiskgangan kemur allt of
seint á vorin að þeim hluta landsius til þess, og svo er
vöntun á tryggum höfnum, nema aðeins á Eyjafirði og
Siglufirði, annar aðalþrepskjöldur fyrir því. Þriðja ó-
hagræðið er það, að þegar ísaárin koma, þá botnhvolfa
þau öllu og gera ómögulegt að leita þeirra stöðva, þar
sem aflavon er; eru menn þá neyddir til að sitja heima
og hafast ekki að, þangað til fiskurinn kemúr sjálfur
upp undir vörina. — Þilskipin til hákallaveiða eru líka
nægilega mörg eins og þau eru nú, að minnsta kosti