Búnaðarrit - 01.01.1897, Síða 97
8B
þangað til fólki fjölgar til muna frá því sem nú er, því
vortið þeirra stolur ofmikið frá landgagninu, eins og nú
er farið að pranga við úthald þeirra að sumrinu í fólks-
eklunni som orðin er. — Er nokkuð betri hagur manna
í Eyjafjarðarsýslu yfirleitt, sem eiga hjer um bil öll
þilskipin og halda þeim út, heldur en í Skagafjarðar- og
Húnavatnssýslu, er alls enga þilskipaútgerö hafaV
Þar á móti verður þilskipaeign til fiskifanga við
Faxaflóa og Vestfirði eflaust hagfeld og þýðingarmikil,
mcðan nægileg karlmannaráð eru til að halda þeim út,
því þar hagar víða svo landi, að sjórinn hlýtur að veita
atvinnu að mikiu leyti, og þar eru hafnirnar til, sem
eru helztu skilyrðin fyrir þesskonar atvinnu, auk þess sem
fiskigöngurnar koma þar æskilega snemma á árinu. Yið
Austfírði vantar heldur ekki hafnirnar nje fiskisæld á
sumrin, en þar kemur víst fiskigengdin vanalega seint,
eins og við Norðurland, og er því vafasamt, hvort þorsk-
veiði á þilskipum yrði þar nokkurn tíma fjevænleg,
jafnvel þó menn standi þar mun betur að vígi en Norð-
lendingar, að komast snemma vors þangað sem fiski-
leitirnar eru. En hákallaveiði á þilskipum ætti að geta
þrifizt eins vel við Austurland eins og Norðurland, vera
þar jafnvel minni hættu undirorpin fyrir hafnirnar þar
hvervctna og minni annmörkum bundin að öðru leyti.—
Bátaveiðin á Austurlandi cr nú annars svo afkastamikil,
eptir því scm sögur fara af, að mikil líkindi eru til,
að þilskipaútvegur voitti þar aldrei eins góða atvinnu á
sjónum, auk þoss sem bátaútvegurinn er og verður ætíð
hinn notasælasti og kostnaöarminnsti alstaðar þar sem
hægt er að koma honum við.
Hætt er við, að Norðmenn sjeu búuir að veiða
rjómann ofan af hvalaveiðiuni, af því að viðkoman af
þeirri skepnu er svo lítil (1 kálfur annaðhvort ár?) og