Búnaðarrit - 01.01.1897, Síða 98
86
hvölunum hlýtur að fækka hjor, eins og rcynslan heíir
orðið við Noreg, svo tvísýnt er, hvort góður árangur
yrði að því fyrir landsmenn, að loggja stórfje í þann
útveg úr þessu. En engin kollsigling þyrfti að vcrða
úr því, þó t. d. tvö sýslufjelög gerðu tilraun í fjelagi
með það, að eignast einn hvalabát, án þess að kosta
nokkru til bygginga á landi, heldur scldu hvalina, er
aflast kynnu, til viðurværis í landinu, þar sem þeir
væru vel meðteknir, og yrði það víða. Þennan bát
rnætti svo haí'a til strandferða eða flutninga einhvern
hluta sumarsins, eptir því sem þörf og kringumstæður
væru til. Og þó að hvalaveiðarnar færu út um þúfur,
þá gæti þó skipið verið til eiuhverra afnota og haldið
sínu verði að mestu leyti.
Norðmenn munu hafa rciknað sjer hvorn hval, er
þeir hafa fengið, að meðaltali um 3000 kr. En sá hval-
ur, sem er 35 —40 al. á lengd, mun hafa á sjer um
20,000 pd. af spiki og 10,000 pd. af rengi, þegar „undan-
flátta“ er að einhverju leyti meðtaiin. Og þegar nú
talið væri, að fá mætti fyrir „skíðin“ í hreinar tekjur
3—500 kr., cr sjálfsagt má gera úr þessum „bláhvöl-
um“, er Norðincnn fá mest af, þegar þau eru rjett og
vel verkuð, þá yrði hver fiskur af þessari stærð fullar
1500 kr., að frádregnum sæmilcgum vinnulaunum, án
þess að reikna nokkuð megruna (kjötið), sem er góður
matur af nýdauðum hval, og óefað getur vcrið mikið
verð í, þegar hvalurinn væri haganlega skorinn. Yeiðin
þyrfti því ekki að verða mikil árlega, eptir því sem
Norðmenn hafa aflað að undanfiirnu, til þess að þetta
fyrirtæki gæti vel borið sig. —
((skandi væri, að íslcndingum lærðist almennt að
þekkja og viðurkcnna kosti föðurlandsins og fengju ör-