Búnaðarrit - 01.01.1897, Side 104
92
stjórnarmnar; getur verið, að þeir hafi gert það í öðr-
um fjórðungum landsins líka, þótt mjer sjo eigi um það
kunnugt.
Brindi bænda fylgdi dönsk þýðing, og var hún ept-
ir Svein lækni Pálsson í Vík; virðist hönd hans líka
vera á frumritinu; er því líklegt, að ágætismaður þessi
hafi samið það og ef til vill líka verið frumkvöðull
þess.
Svar bænda fór venjulega leið til stjórnarinnar.
Sýslumaður Skaptfellinga E. Ulstrup sendi það Moltko
stiptamtmanni og hann sendi það Eentukammerinu.
16. febr. 1822 ritaði Moitke með því til Eentukammersins
og kveður ekkert sje við það að gera, nema ef Eentu-
kammerið vilji hvetja kaupmenn til þess, að gæta þess
vel að senda góðar vörur til íslands. Að vísu mundi
það gera gagn, ef vörusjáendur væru skipaðir í kaup-
stöðum, en það væri of dýrt.
Stjórnin ljet nú hjer við sitja í máli þessu, cn svar
Dyrhælinga og brjef Stefáns amtmanns Thorarenscns
sýndu henni ljóslega, að bændum einum var það eigi
að kenna, þótt ullin væri illa verkuð.
Einhver árangur virðist þó hafa orðið af })ví, að
máli þessu var hreyft; að minnsta kosti geta kaupmenn
þess, er þeir í næsta sinn kærðu það fyrir Ecntukammer-
inu, hve illa bændur hirtu vörur sínar, að ullarverk-
unin hefði batnað ofurlítið við áminningar þessar. Þetta var
10. febr. 1823; kvörtuðu þá 12 kaupmenn yfir því, hvo
þrá og ill tólgin væri orðin. Eentukammerið brá þá
við aptur og ritaði amtmönnum um málið; lítur svo út,
sem því hafi annaðhvort verið ljúfara að áminna bænd-
ur on kaupmonn, eða að stjórnarráð þetta hafi ætlað,
að eigi tjáði að tala um slíkt við kaupmenn.