Búnaðarrit - 01.01.1897, Side 108
96
og rauðbrota járn — ðnýtt til flestra vorra smíða —,
og grófustu cða svo nefnd kakalofna steinkol, opt blönd-
uð helmingi af sandi — hvar af hjer í sveit geymast
próf til sýnis að sum.ri - , sem allir vita að fordjarfar
bezta smíðajárn. Skána mundu vörur vorar, og mcð
betri samvisku og rjctti er líklegt að kaupmenn röguðu
þær og sorteruðu, ef þeir í staðinn fyrir sjó- og salt-
flsk, vot vagborð og kvistótt undirmálstimbur, seldu oss
þurrt, ólaskað málstimbur; fyrir kaldór og rauðbrota
vel hreinsað smíðajárn, deigt og seighart -— hvað þeim
fremur oss er tiltrúandi að gcta valið eptir Bergverk á
stimplunum — og í stað grófra, stein- og sandblandaðra
steinkola góð og smágerð glans- eða smíðakol.
3. Bn þó er eitt, sem fremur nær því öllu hjálpað
hefur og lijálpar til, ekki einungis óhirðu á vöruverk-
un, heldur fullkomins niðurdreps á öllu höndlunarlífl
meðal almennings hjer, og þetta er peningaleysið. Þeg-
ar höndlunin, sem hægt er að sanna — er búin að
draga alla silfurmynt burt úr landinu, ineð hverri áður
goldin voru öll konungleg og opinber útgjöld, hver nú
hljóta að botalast með eintómum höndlunarvörum, ull,
tólg o.s.frv. og valla fæst einn skildingur hjá kaupmönnum,
síztþeir fátækustu, sem í flestu verða á hakanum, þá er
auðvitað, að þegar skatta-, tíunda-, tolla- og jarðargjalda-
takarar eru búnir að velja sitt úr þeim annars litlu höndl-
unar-vörubyrgðum hjá fólki, muni hvorki gott nje mikið
verða afgangs til höndlunarinnar. Það liggur í augum
uppi, að gætu menn með peningum stungið fram af ull-
inni og öðrum kaupmanns vörum, mundu kaupmenn
ekki fá úrkastið eintómt.
Þetta framan skrifað, er vjer meinum allt sje sann-
ferðugt og sannanlegt, frainfærum vjer, hvorki til að
fegra rangindi nje hallmæla höndlendum, eins lítið og