Búnaðarrit - 01.01.1897, Side 121
109
móti hafa gemlingar fjölgað um 40,000. Að tiltölu hef-
ur talan aukist mest í Húnavatnssýslu (liðug 10,000),
eu minna í Múlasýslunum. Þetta bendir á, að fjár-
ræktin muni hafa batnað, jtar sem menn geta gjört vct-
urgamla fjeð svo vænt, að hafa má það til frálags. Til-
kostnaðurinn verður meiri við jafnan fjárfjölda, en arð-
urinn er íijótteknari.
Hestarœkt hefur tekið nokkrum breytingum. Brúk-
unarhestar hafa fækkað að miklum mun í Þingeyjar-
sýslu, Norður-Múlasýslu og Eyjafjarðarsýslu. Síðau 1856
hafa brúkunarhestar fækkað um liðug 1100 í þessum
sýslum. Það liggur í augum uppi, að menn geta eigi
haft minni brúkun á hestum nú en áður, og hlýtur þá
svo að liggja í þessu, að hestar eru að tiltölu meira
brúkaðir, en fá í þess stað meira fóður. Skagafjarðar-
sýslan er eina sýslan, þar sem brúkunarhestum hefur
fjölgað. Þrátt fyrir hrossasöluna hofur tryppum fjölg-
að mjög mikið (um þriðjung), en fjölgunin kemur nær
eingöngu fram í Húnavatnssýslu og Skagatjarðarsýslu.
Hrossafjöldi og hestarækt er mun meiri í Húnavatns-
sýslu, heldur en í Skagafjarðarsýslu.
Sjáfaríáver/ur hefur tokið miklum breytingum. Þil-
skip hafa aukizt síðan 1856, en fækkað síðan 1876.
Þilskipin eru nær eingöngu í Eyjafjarðarsýslu, en sum
þilskipin munu samt að nokkru leyti vera oign Þing-
eyinga. Opin skip hafa aukizt mjög mikið í Múlasýsl-
unum, einkum Suður-Múlasýslu (172), en fækkað í öll-
um hinum, og kveður mest að fækkuninni í Þingeyjar-
sýslu (148). Þrátt fyrir fjölgun opnu bátanna í Múla-
sýslunnm (229), er fækkunin svo mikil í hinum sýslun-
um (252), að hún ber yfirhöndina.
Jarðabœtur. Þúfnasljettur hafa aukist mjög mikið.
Húnavatnssýsla stendur langfremst, Eyjafjarðarsýsla