Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 122
110
kemur næst og síðan Skagafjarðarsýsla, og hafa þó
ekki báðar saman við systur sinni. í Mulasýslunum
eru jarðabætur svo litlar. að það liggur við, að þær
megi fyrirverða sig. Eptir skýrslunum að dæma, hafa
þúfnasljettur verið hjer um bil eins miklar fyrir 40 ár-
um síðan í Þingeyjarsýslu. Túngarðahleðsla hefur stað-
ið í stað í Húnavatnssýslu og Eyjafjarðarsýslu, en
minnkað í öllum hinum sýslunnm.
Það er auðsjeð af skýrslunum, að búskaparlag
manna hefur breyzt töluvert síðan 1856. Nautgripum
hefur fækkað i öllum sýslunum. Sjáfarútvegur hefur
minnkað í Þingeyjarsýslu og Skagafjarðarsýslu, en hins
vegar hefur sauðfjársalan haft þau áhrif, að sauðfjenu
hefur fjölgað mikið. Nú breytist markaðurinn á Eng-
landi, sauðfjársalan hlýtur að minnka, verzlunin að
verða minni og búskaparlagið að breytast. En ekld
er ráð nema í tíma sje tekið. Bændur ættu að gjöra
áætlanir um tekjur sinar og útgjöld fyrirfram, svo að
þeir ekki að óvörum hröpuðu í skuldir. Það er ekki
gott, að hafa neyðina fyrir ráðskonu og kaupmanninn
fyrir fjárhaldsmann.
m.
Vorið 1882 kom ákaflega hart niður á nokkrum
sveitum í Rangárvallasýslu, Landmannahreppi, Rangár-
völlum og efri hluta Holtamannasveitar. Á sumardaginn
fyrsta (20 apríl) skall á stórhríð með grimmdarfrosti,
snjó og sandbyl, og Ijetti ekki hríðinni, fyrri en optir
9 daga, laugardaginn 2. í sumri. Þá lagði Árbæjarfoss
í Rangá ytri, og hefur slíkt ekki komið fyrir síðau.
Stormurinn, frostið og sandveðrið drap íjc manna unn-
vörpum, og voru sumir bændur öreigar eptir. Þá tók
af jarðir. Árin áður var búið stórbúi á Brekkum á