Búnaðarrit - 01.01.1897, Page 125
Um lungnaormasýki
á Mööruvöllum í Hörgárdal
Eptir Stefán Stefánsson.
Veturinn 1894—95 nokkru cptir nýár kom upp
drepsótt í einu lainbhúsi mínu hjer á Möðruvöllum.
Jeg gaf þessu lítinn gaum í fyrstu; en þégar lömbin
fóru að dropast hvert af öðru, fór mjer ekki að lítast
á blikuna og tók að reyna ýms ráð, svo sem blóðtöku,
liönkun o. fi., en ekkert dugði; þau drápust engu að
síður. í húsinu voru um 3U lambhrútar og nokkrir
geldingar. Höfðu þeir þrifizt vcl allt til þess tíma og
ekki borið á neinni vanheilsu. Þeim var aldrci hleypt
út, í vatnið, heldur brynnt inni i kassa, sem stóð í hús-
inu. Húsið var fornt, lágt, loptlítið og þröngt. Hcyið,
sem lömbunum var gefið, var ljett mýrarhey, ekki sem
bezt vcrkað, en hætt var að gefa þcim það uokkru ept-
ir að þau fóru að veikjast.
Sýkin lýsti sjer þannig, að fyrst bar á mæði á
lömbunum, sem ágerðist fljótt, svo þau gengu upp og
niður, drógu ótt andann og stundu við hvert andartak.
Sum átu fyrst, en svo tók fyrir lystina og þau hættu
að jeta, sum alveg, sum hlupu við og við upp á garð-
ann og tíndu í sig fáein strá, en höfðu aldrei neitt
viðnám.
í sumum var veikin svo áköf, að þau drápust á
fyrsta eða öðrum degi frá því að sá á þeim. Gekk
svo um hríð, þangað til ekki voru nema 11 eptir. Þau
Búnaðarrit XI. 8