Búnaðarrit - 01.01.1897, Qupperneq 127
115
upp í, cr gamalt, en alls eklri mjög loptlítið og hafa
kindur þrifizt vel i því hingað til. Hin húsin eru samt
öllu betri, því þau eru nýbyggð, björt, rúm- og loptgóð.
Hey var sumt ekki sem bezt verkað við þetta hús, má-
ske heldur ver en við hin lambhúsin. En nokkru ept-
ir að lömbin fóru að sýkjast, var hætt að gefa þeiin
það og úr því höfðu þau sama fóðrið og lömbin í hin-
um húsunum. Þess skal enn fremur getið, að lömbun-
um í þessu eina húsi var alltaf brynnt inni, en hinum
hleypt út í læk eða snjóvgað. Jeg átti tal um sýkina
við ýmsa bændur og vana fjármenn, og kom þeim flest-
um saman um, að lungnaveiki sú, er þeir hefðu átt að
venjast, væri með öðrum hætti. Þó voru þeir nokkrir,
er kváðust vita til þess, að fje hefði veikst á líkan
hátt, og hefði það verið kallað lungnadrep, en fremur
væri sú veiki sjaldgæf. — í fyrra skrifaði Bruland
dýralæknir greinarstúf í „ísafold“ um lungnaveiki og
gat þess til, að hin svokallaða lungnaormaveiki kynni
að vera til hjer á landi. Mjer kom því til hugar, að
kryfja luugun úr lömbum þeim, sem fyrst drápust, og
fann jeg þegar orma í þeim; hjelt jeg því svo áfram
og fann orma í þeim öllam undantekningarlaust. Jeg
fór að ráðum Brulands, íjekk mjcr terpentínu og bóm-
olíu, blandaði þeim saman að hans fyrirsögn og gaf
sjúklingunum þetta inn, en eins og síðar er skýrt frá
hafði þetta lítinn árangur. í stað bómolíu hafði jeg
upp á síðkastið þorskalýsi.
Dýralækningabækur hafði jeg engar að gagni, sú
skásta var þýzk bók eptir Zipperlen.* Hann talar um
luugnaormaveiki (Lungenwurmseuche), sem hann einnig
kallar lungnaormahósta (Lungenwurmhusteu), cu lýsing
hans á sýkinni á engan veginn við sýki þá, sem hjer
*) Wilhelm Zipperlen, Professor in Hohenheim: Der illustrirte Huuathier-
arzt. Ulm. 1894.
8*