Búnaðarrit - 01.01.1897, Page 128
116
er um að ræða. Eptir lýsingu hans er ákafur hósti
eitt af einkennum sýkinnar, en sjúklingar mínir hafa
nálega engan hósta fengið, sumir að eins lítilfjörlegt
kjöltur. Sýki sú, er hann lýsir, er langvinn og sjúkl-
ingarnir dragast upp á löngum tíma, 2—4 mánuðum;
en sýki sú, er hjer ræðir um, getur miklu fremur kall-
ast bráð en langvinn. Þó getur hngsast, að þetta sje
sama veikin, þótt hún lýsi sjer hjer á nokkuð annan
hátt en erlendis og geta legið til þess ýmsar orsakir.
Aðalráðið, sem Zipperlen gefur við sýki þessari, er að
bræla kindurnar inni í lágu og luktu húsi með ein-
hverjum reyksterkum efnum, svo sem hornum, ull, fiðri,
tjöru, eini eða terpentínu, sem látin sje drjúpa á gió-
andi steina. En þetta þorði jeg ekki að reyna vegna
þess, að jeg hafði ekki hús tii skipta og kindurnar hefðu
orðið að vera alltaf í sama húsinu.
Til þess að draga úr eða hindra tiingun ormanna,
ræður hann til að reyna að efla meltinguna og styrkja
kindina með góðu og kröptugu fóðri. Einnig ræður
hann til að gefa henni ríflega salt; járnvitríól segir hann
cinkar gott, 30 grömm handa 50 kindum, og ýms beizk
efni, svo sem kalmusrótardupt, einiberjadupt, sitt */„ pd.
af hvoru, blönduðu saman við */* pd. af bökuðu rúg-
mjöli og 1 pd. af vatni. Af þessari blöndu segir hann
að gefa skuli kindinni eina teskeið kveld og morgun
3 daga í röð. Þetta reyndi jeg ekki, en aptur á móti
reyndi jeg dálítið homopáthameðul þau, er hann ráðlegg-
ur, dulcamara og sulpnur, án þess jeg byggist við mikl-
um árangri af því.
Eptirfarandi skýrsla sýnir hvaða kindur sýktust,
hvcnær þær sýktust, hvaða meðul voru reynd við þær
og hve lengi þær voru veikar. Hugði jeg, að nokkuð
mætti ráða af slíkri skýrslu um gang og eðli sýkinnar.