Búnaðarrit - 01.01.1897, Page 134
122
leg fyrir þráðormakyn það, er Stronyylus nefnist. Er
það algcngt sníkjuormakyn. Um tegundina get jeg
ekkert sagt með vissu, því jeg hef engar tegundalýsing-
ar, en að öllum líkindum er þetta Strongylus filaria,
sem algengur er í lungum sauðfjár erlendis og Bruland
talar um í ritgjörð sinni í „ísafold" í fyrra og segir að
orsaki lungnaveiki í fje í Noregi.
Nr. 16, var fyrst lítið sjúkur. en hætti brátt að
jeta og drapst á 3. degi. Lungun voru öll einkum að
aptan með þjettum kornóttum þrimlum ckki ólíkum
berklahnúskum. Sendi jeg nokkuð af þeim Guðmundi
lækni Hannessyni til athugunar. Kvað hann það ekki
vera berkla, en gat þess til, að það kynni að vera egg
lungnaorms eins, er Strongylus rufesœns nefnist. í
lunguin þessum var líka allmikið af ofannefndum orm-
um. Auk þeirra fann jeg i lungnaslíminu aragrúa af
örsmáum ormuin, sein jeg gat rnjer þegar til að væri
ungyrmi hinna stóru orma og fjekk jeg síðar fulla vissu
fyrir því, að sú tilgáta var rjctt. Þcir voru ekki sýni-
legir með berum augum, mjórri til beggja enda og ná-
lega alveg glærir, aðeius dálítið gráleitir um miðbikið.
Þeir voru mjög fjörugir, síiðandi og hringuðu sig án
atiláts aptur á bak og áfram. Jeg þurkaði nokkra
slímkekki með yrmlingum þessum á glerplötu með hlíf-
gleri yfir og geymdi þá i 24 kl.tíma. Bleytti þá svo
upp í volgu vatni. Að dálítilli stundu liðinni fóru
surnir yrmliugarnir að kvika. Af því er auðsætt að
þeir geta lifað nokkurn tíma utan lungna og borizt
þannig frá einni kind til annarar. — Seinna reyndi jeg
enn meir á lífseigju þeirra. —
Talsvert var líka af lausum eggjum i slíminu á
ýmsum þroskastigum, en á stærð við þau, sem jeg hafði
áður sjeð innan í ormunum. Að lögun eru eggin spor-