Búnaðarrit - 01.01.1897, Síða 137
125
jeg nokkra í slíminu utan um stóru ormana og voru
þeir vel lifandi eptir 10 tíma geymslu utan lungna.
Nr. 20, lambgeldingur, er varð sjálfdauður áfjórða
degi eptir að hann sýktist. í barkanum og lungnapíp-
unum var blóðkorgað slím. Ormar voru flestir í bark-
anum og barkakýlinu, en auk þess var nokkuð af þeim
í barkagreinunum og á einum stað í smálungnapípunum.
Bn þeir voru allir, að mjer virtist, með öðrum hætti
en þeir, sem jeg hafði áður sjeð, hármjóir og dökkir að
lit. Því miður náði jeg engurn orrnum alveg heilum.
En ormparturinn, sem jeg náði úr smápípunum og
skoðaði, var af eggjafullu kvenndýri; lágu eggin í ein-
faldri eða tvöfaldri röð eptir dýrinu og voru öll óunguð.
í slíminu kringum orminn fann jeg ekkert egg. Stóru
ormarnir í barkagreinunuin voru eins og þoir, sem jeg
fann í smápípunum og samskonar ormar voru í barkan-
um; þar fann jeg eitt karldýr. Eggin, sem innan í
ormunum lágu, voru ekki sporbaugsmynduð. Gat jeg
mjer til, að þetta væru ungir kvennormar, sömu teg-
undar og áður er lýst, með eggjum á fyrsta vaxtarstigi,
en þó hallast jeg heldur að því, að þetta sje önnur
Strow/ylus-tegm\d. Ekki fullyrði jog samt neitt um
þetta. Ormarnir í nr. 3 hafa að líkindum vorið sams-
konar (sbr. síðar).
Nr. 22, lambhrútur, skorinn aðframkominn á 4.
degi. Slímið í barkanum var hvítleitt, froðukennt og
krökt af ungyrmi, en gamlir ormar voru þar engir nje
egg-
í barkagreinunum úði og grúði slimið líka af yrml-
ingum; voru sumir þeirra hinir fjörugustu, en sumir
bærðu ekki á sjer; er hugsanlegt, að meðalið hafl drepið
þá. Egg voru þar allmörg með þroskuðum fóstrum og
var auðsætt, að eggormarnir voru bæði lengri og gild-