Búnaðarrit - 01.01.1897, Side 138
126
ari cn lausu yrmlingarnir, dekkri að lit og1 ckki eins
gagnsæir. Af því jeg hafði óvanalega góða birtu í
þetta sinn, þá gat jeg greint betur innri byggingu orm-
anna; sá jeg glöggt, að strengur eða, pípa lá eptir
lausu yrmlingunum miðjum, en slikt var ekki að sjá á
hinum, er í eggjunum lágu. Allir voru lausu yrmling-
arnir jafnstórir eða á likri stærð. Einn gamlan orin
fann jeg í sjálfri barkagreininni, en í endagreinum henn-
ar var fullt af þeim; lágu þeir þar hver við annars
hlið eptir endilöngum smápípunum og sumstaðar voru
þeir í stórum íiækjum. í vatninu, sem jeg geymdi þá
í fyrsta sólarhringinn, var aragrúi af unguðum eggjum
og yrmlingum, sem voru vel lifandi eptir 32 kl.tíma
geymslu.
Jeg gat þess hjer að framan, að jeg hefði fyrst
álitið, að ormar þessir yrpu eggjum og þeirn ungaði
svo út í lungnaslíminu, en nú komst jeg að raun um,
að svo cr ekki.
í kvennormi einum stórum og eggjafullum kom jeg
auga á nokkra yrmlinga, líka lausu yrmlingunum að
stærð og útliti, sem lágu milli eggjanna í apturenda
ormsins, rjett framan við endagatiö. Peir voru á ein-
lægu iði og hringuðu sig án aíiáts fram og aptur, eins
og þeir væru að leitast við að kötnást út. Loks fann
einn leiðina og smaug út og svo fæddust 5 hver af
öðrum með ofurlitlu millibili; syntu þeir svo út í vatnið
og voru hinir fjörugustu. Út úr fæðingaropinu ilaut við
og við kornóttur vökvi. Eptir 10 mínútur fæddust 2
og eptir 15 mín. 1. Meðan á þessu stóð hafði orma-
móðirin alltaf hrærst lítið éitt, en nú virtist af henni
dregið, enda hafði húu skaddast á þremur stöðum, þeg-
ar jeg var að færa hana til undir smásjána, svo egg-
legið hafði lykkjast út á þremur stöðum og rifnað.