Búnaðarrit - 01.01.1897, Síða 140
128
greinanna eða lungnapipustofnanna. í barkanum voru
2 af binum dökku, mjóu kvenuormum með smáum eggj-
um vel lifandi. í hægri barkagreininni var lítið sem
ekkert slím.
Nr. 31. Lambhrútur, er drapst á 5. degi. Slím var
lítið í barkanum og barkagreinum, en móleit vilsa, og
í smálungnapípunum froðukennd vilsa. Einn karlorm
fann jeg í barkanum og í hægri barkagreininni 2 stóra
kvennorma. Annar þeirra var hármjór með tvöfaldri
eggjaröð (sbr. nr. 20), hinn var með vanalegum hætti,
nema hvað hann var í stærra lagi, 4 þml. langur og
gildur eptir því, alveg troðfullur af unguðum eggjum.
í endapípum hægri barkagreinarinnar var stór íiækja
af stórum kvennormum og karlormum; lágu endar þcirra
inn í smápípurnar. Af ungyrmi var þar lítið, en aptur
talsvert mikið af því í barkakýiinu og barkanum og allt
vel lifandi.
Jeg hef nú skýrt frá því helzta, er fyrir augun
bar við lungnaskoðanir mínar; hefur injer eflaust sjest
yfir margt, sem vert hefði verið og lærdómsríkt að veita
eptirtekt. En þó lítið sje að græða á athugunuin þcss-
um fyrir þá, sem fróðir eru í þessum efnuin, þá er þó
með þeim sýnt og sannað, að lungnaormar eru í fje
hjer á landi, og að sjúkdómur sá, sem hjer er um að
ræða, sje af þeirra völdum, getur varla verið nokkrum
efa undirorpið. Það væri að minnsta kosti mjög ein-
kennilegt, að engin af sjúklingaluugunum skyldu vera
ormalaus, ef ormarnir og sýkin stæðu ekki í neinu inn-
byrðis sambandi, nema ef svo skyldi vera, að ormar þess-
ir væru í öllu fje, heilbrigðu sem sjúku, og þeir væru
með öllu ósaknæmir. En þetta er varla hugsanlegt.
Það getur auðvitað vel hugsast, og er jafnvel mjög lík-
legt, að ormarnir sjcu ósaknæmir á vissu þroskastígi