Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 141
129
og kirnlin geti verið heilbrigð eða lítið sjúk, þó nokkrir
ormar sjeu í lungunum, en það er næsta ótrúlegt, að
hún þoli, að lungun skríði kvik af þúsundum eða tug-
um þúsunda sí-iðandi smáorma, án þess að sýkjast.' Þetta
er þó okki með öllu óhugsandi, sje kindiu heilbrigð að
öðru leyti. En sje lnin þar á móti veikluð, t. d. bæði
meltingarfærin og öndunarfærin i ólagi vegna óheilnæms
fóðurs, þá cr öðru máli að gegna; þegar svo stendur á,
er eðlilegt, að ormarnir vinni fremur bug á henni.
Það er auðvitað hæpið, að álykta nokkuð um gang
og eðli sýkinnar af ófullkomnum rannsóknum. Dálítið
mætti þó máske af þeim ráða og skal jeg að eins benda
á fátt eitt.
Það mun ekki hafa vorið almcnnt álit manna hier,
að lungnaveiki væri næm. Þó nmn þcss getið í fjár-
bæklingi Guðm. Einarssonar, að því cr mig minnir, að
sumar lungnaveikjur sjeu næmar, hvort sem hann heíir
byggt það á innlendri roynzlu eða tekið það eptir út-
lendum bókum. En hvað sem því líður, þá þjrkist jeg
nokkurn veginn geta fullyrt, að sýki sú, sem hjer er
um að ræða, sje næm. Bendir allt til þess, ekki sízt
reynzla mín veturinn 1894 95, sem skýrt er frá hjer
að framan. En sje svo, þá liggur næst fyrir að svara
þeirri spurningu, hvernig sóttnæmið eða ormarnir berist
frá einni kind til annarar.
Jeg get auðvitað ekki svarað þessari spurningu
með áreiðanlegri vissu, en nokkuð má ráða afathugun-
um mínum. Það fyrst og freinst, að ormarnir fæða lif-
andi unga eða yrmlinga og deyja svo líklega að því
búnu.
Yrmlingarnir leita að öllum likindum jafnharðan og
þeir fæðast á burt úr lungunum, gegnum lungnapipurn-
ar, barkanu og út um uasir og munu. Ef svo væri
Búnaðarrit XI. 9