Búnaðarrit - 01.01.1897, Page 142
130
ekki og yrmlmgarnir værn kyrrir í lungunum, lilytu
þeir að finnast þar á ýmsum þroskastigum, en það fann
jeg aldrei; þeir voru allir eins og yrmlingar þeir, cr jeg
sá fæðast. Þessi útför ormanna úr lungunum er þeim
að öllum líkindum lifsnauðsynleg. Svo er um marga
innýflaorma, að þeir þurfa að skipta um verustað, til
þess að geta náð fullum þroska.
Það er og sýnt og sannað með tilraunum mínum,
að yrmlingarnir geta lifað utan lungna, þola jafnvel frost
og þurk, og í vatni lifa þeir góðu lífi sólarhringum
sarnan. Hve lengi þeir geti eða þurfi að lifa utan
lungna, get jeg ekki sagt neitt uin, en ekki er ólíklegt,
að það sje nokkuð óákveðin tímalengd eptir því, hve
skilyrðin eru þeim hentug. Sje það rjott álitið. að kind-
urnar hafi sýkst hver af annari, þá getur útiverutími
ormanna ekki verið mjög langur.
Með slíminu úr vitum sjúklinganna berst stöðugt
meira og minna af yrmlingum. Slím þetta getur sjúkl-
ingurinn skilið við sig hvervetna í húsinu, bæði á veggj-
um og gólfi og svo á kindurn þeim, sem hjá honum eru,
en þó einkum í garðanum, ekki sízt þegar lystin er
farin og sjúklingurinn cr við og við að hlaupa upp á
garðann hingað og þangað, og reyna að slafra dálítið í
sig.
Með því móti geta yrmliugarnir komizt með heyinu
á sömu stundu og þeir skiljast við sjúkiingana inn í
heilbrigðar kindur. En líklegast þykir mjer, að orm-
arnir berist mest með drykkjarvatninu frá einni kind
til annarar. Það er tæplega tilviljun ein, að í hvort-
tveggja skiptið, sem sýki þessi hefir komið upp í fje
mínu, þá hefir það verið í því eina húsinu, sem fjenu
var að staðaldri brynnt inni í stamp eða stokk, er lát-
inn var standa í húsinu. Þó ílát þessi sjeu tæmd á