Búnaðarrit - 01.01.1897, Page 144
132
klukkutímum, en hvorttveggja er mjög ósennilegt. —
Getnaðurinn fer sjálfsagt fram í luugunum, og þogar
tími ormmæöranna er kominn og ungyrmið fæðist, þá
get jeg mjer til, að kindin sýkist fyrst svo að á henni
sjái. Svo magnast sýkin eptir því sem ungyrminu
fjölgar og skriðið um lungun eykst. Fimm fyrstu dag-
ana er sýkin áköfust; þeir sjúklingar, sem lifa 6 daga,
komast íiestir af. Jeg hef því hugsað mjer, að yrml-
inga-útskriðið stæði hæst þennan tíma, en rjenaði úr
því og þá færi kindinni að batna, og albata yrði hún,
þegar því væri alveg lokið og gömlu ormarnir allir
dauðir. Þctta eru auðvitað getgátur að mestu leyti, en
ýmislegt bendir til þess, að þessu muni þannig varið.
Margir hafa spurt mig að, hvaðan þessir ormar
gætu komið, hvort þeir kvihnulfu í heyinu af illri vcrk-
un eða af slími í lungunum. Jeg hef fáu svarað öðru
en þvi, að dýr þessi væru, eins og hver önnur dýr æðri
og iægri, ávallt til einhversstaðar í náttúrunni, bæði
í kindunum og utan þeirra. En orsökin til þess, að
þau gerðu meira vart við sig einn tíma en annan, væri
sú, að þeir ættu þá að einhverju leyti hentugri og betri
lífskjörum að fagna.
Það er, auk ótalmargs annars, hlutverk dýralækn-
anna okkar og annara, sem föng hafa á að fást við
þessa hluti, að rannsaka nákvæmlega eðli og lifnaðar-
háttu þessara sníkjudýra, sem valda oss opt allmiklu
tjóni. Takist mönnum að kynna sjer þetta til fulls, þá
eru auðfundin ráð til að afstýra því, að þeir vinni tjón
svo teljandi sje. Þá má gjöra þeira allt til óþrifa, en
forðast allt, sem getur orðið þeim til þrifa. En ekki
mega menn ætla, að slíkar rannsóknir sjcu það áhlaupa-
verk, að einn maður, þó fær sje, geti, auk margra ann-
ara starfa og með litlum tekjum, lokið þeim á einum