Búnaðarrit - 01.01.1897, Síða 147
135
ina, og hct'ur ef til vill höfuðið neðarlega, verður þung-
inn svo mikill og snöggur á fæturna, að hcsturinn get-
ur auðveldlega skemmt sig um liðamótin, fengið veik-
indi í fæturna og aldrei orðið jafngóður. Hestur, sem
hættir til að vilja standa með fæturna um of fram og
aptur, veiklast í hryggnum og getur ekki tekið fæturna
nógu vel fram, þegar lionum er riðið. Sama er að
segja um hesta, sem vilja standa mcð fæturna of náið
og vera í keng, sem kallað er, að það er mjög óhent-
ugt og bendir á einhverskonar veikluu i líkamanuin.
Það verður því að veita öllu þess háttar optirtokt,
svo menn ætlist ekki til fulikominna hreyfinga af veikl-
uðum hestum eða þeim, sem á einhvern hátt eru illa
hyggðir.
Seina-^gangur.
Þcgar hesturinn gongur fót fyrir fót, stendur hann
ætíð í tvo fæturna, en hinir tveir eru á hreyfingu.
Þeir fæturnir, sem hesturinn stendur í, eru í annaðhvort
skipti á sömu liliðinni, en í hitt skiptið á víxl.
í þessari gangtegund or hægt að skipta hreyfingu
hvers fótar í fjögur stig, frá því hesturinn tekur fót-
inn upp og þar til hann ætlar að taka hann upp aptur.
Fyrsta stigið er að taka fótinn upp, annað að bera
hann fram, þriðja að rjetta úr honum og setja hann
niður, og það fjórða er þá, að fóturinn eins og dregst
aptur úr, af því að iíkaminn er að ýtast áfram. í
tveimur síðast töldu stigum hreyfingarinnar er fóturinn
skrokknum til stuðnings, en á síðasta stiginu er hann
þó sumpart til að spyrna honum áfram. Bins og áður
er sagt, eru tvoir fæturnir ætíð á jörðinni líkamanum
til stuðnings, eða hinir, sem eru á hreyfingu, alveg sam-
fcrða. Þar af loiðainli sjást fæturnir ætíð sinn á hverju