Búnaðarrit - 01.01.1897, Side 150
138
hesturinn verða smástígari og fjaðurmagnaðri í aptur-
fótunum.
Þar sem alit iniðar að jiví að Ijetta framhlutann,
má reiðmaðurinn ekki gjöra sjer það erfiðara en þarf,
með því að sitja álútur á liestinum, sem mörgum hættir
til, þegar þeir ríða ótemju. Sá óvani er vitaskuld eðli-
leg afleiðing af því, hve óteinjur eru framlágar og
hreyfingarnar stirðar og óstöðugar. Aptur á móti ljettir
það mikið tamninguna að sitja hestinn rjett. Með lipru
taumhaldi og hvöt af fótunum, ef þörf gjörist, er leit-
ast við að fá höfuð og háls hestsins hærra. Þegar
hesturinn lætur að beizlinu, skal slaka á taumnum til
að sýna honum, að hanu hafi hlýtt því, sein af honum
var krafizt. Meðan hesturinn er lítið taminn, ætti iðu-
lega að fara af baki og beygja hann þá og sveigja í
hálsinum á allar hliðar, til að venja hann sein fyrst
við rjettan höfuðburð eða sem næst því. Við þetta —
en þó einkuin þegar farið er að ríða hestinum brokk —
fer hann að smávenjast við að bera sig vel, og hægra
verður að halda honum í jafnvægi. Fer þá hinn nátt-
úrlegi scinagangur að breytast, verða reglulegri, liprari
og fljótari, og framfæturnir teknir djarflegar frain.
Til að fullkomna hestinn á þessum gangi, verður
taumhaldið að vera iipurt en þó stöðugt. Sjc hesturinn
heldur daufur, verður að hvetja liann með fótunum,
til að fá apturfæturna betur inn undir hann, svo þeir
verði boygjanlegri. Hreyflngarnar verða þá eins og
fjaðurmagnaðar og mýkri. Þó vcrður að hafa j>að hug-
fast, að ætlast ekki til ofmikils af hestiuum, svo hann
venjist ekki á að lulla, eða gangurinn á annan hátt
fari í ólagi.
í tamningunni verður þá stöðugt að venja hestinn
á að bcra höfuðið hátt og lítið eitt inn undir sig. Fyrir