Búnaðarrit - 01.01.1897, Síða 151
139
getur komið, að gangurinn fari í ólagi af þessu, og
sýnir það þá, að til ofmikils hafl verið ætlast; verður
þá að slaka til. Góður reiðmaður, sem hefur rjetta og
næma tilflnningu fyrir eöli hreyfinganna, er aldrei i
vafa um, af hverju óregla í ganginum komi. Hann finnur
það undir eins, ef hesturinn t. d. gcngur lengra fram
með vinstra framfæti en hægri, eða hvort hann ber
hægri apturfót fljótar en þann vinstri o. s. frv. í fyrra
dæminu er haldið meira í hægri tauminn, svo höfuðið
beygist til hægri og hesturinn hvattur með hægri fæti
fyrir framan gjörðina. Við það að láta hcstinn bera sig
jiannig verður hreyfing vinstri bógsins ögn stirðari. í
síðara dæminu skal halda meira í vinstri tauminn og
hvetja hestinn meira með vinstri fæti fyrir aptan gjörð-
ina; mun þá þessi óvani lagast. Sá, sem ekki er viss
í, af hverju óregla í ganginum komi, og þar af leið-
andi getur ekki verið viss með að láta hvötina koma
á rjettu augnabliki, ætti ekki að reyna að laga ólagiö
fljótlega. Þá cr vissara að gefa hestinum slakari taum
— og meira frjálsræði, og svo síðar laga gallann, þeg-
ar reiðmaðurinn í öðrum gangtegundum er búinn að fá
hestinn í meira jafnvægi og þar af Iciðandi ná mcira
valdi yfir honum. Á jiennan hátt næst líka tilgangur-
inn, vitaslruld nokkuö seinna, cn ef til vill áreiðan-
legar.
Sje hesturinn mjög latur, svo stöðugt verði að
hvetja hann með fótunum, til að fá hann til að fara
sporbratt, verður að sjá um að vera allt fyrir það jafn-
stöðugur á lionum, sitja haun rjctt og bcrjast ekki svo
mikið um, að fæturnir hreyfist lcngra on upp að hnján-
um. Enn fremur verður að sjá um, að það hafi ekkert
áhrif á hendurnar eða lipurt taumhald.
Ef hesturinn er á hinn bóginn fjörmikill, er taum-