Búnaðarrit - 01.01.1897, Page 157
146
mjög hart brokk, til að fá liðugri breyfingu í fram-
hlutann, og til þess að framfæturnir takist betur fram;
þarf að fá þá til að hreyfa sig djarftega og fjörlega,
til að lypta upp höfðinu og þar af leiðandi styðja sig
við beiziið. — Fari brokkið að verða óreglulegt, verð-
ur að fara hægar og fá hestinn til að bera sig vel, því
það cr aðaltilgangur tamningarinnar, að hreyfingaruar
sjcu fraiukvæmdar rcglulega og mcð fullkomuu sam-
ræmi innbyrðis.
S t ö k k.
Þcgar hesturinn stekkur, byrjar gangurinn þannig,
að hann reisir sig upp á apturfótunum, spyrnir í með
þeiin og hendir sig svo áfram. Hvorki framfætur eða
apturfætur hroyfast alveg samferða.
Menn aðgreina stökkið eptir því, hvort hesturinn
byrjar ganginn með hægri framfæti eða vinstri, o
kalla því, að hesturinn stökkvi upp á hægri fótinn, e
hann byrjar ganginn með hægri fæti, og upp á vinstri
fótinn, ef hann byrjar með þeirn vinstri.
Ef hesturinn stekkur upp á hægri fótinn og byrjar
því ganginn með hægri framfæti, fylgir vinstri fótur
þegar á eptir. Með sömu reglu ganga og apturfæturnir,
að þá er hægri fótur lítið eitt á undan, en vinstri apt-
urfótur, sem er seinastur í hreyfingunni, gjörir mest að
því, að spyrna likamanum áfram. Hesturinn setur hægri
apturfótinn fyrst niður og hjer um bil samstundis vinstri
framfót. Á báðum þessum fótum ýtist líkaminn áfram,
þangað til hægri framfótur, sem byrjaði ganginn, er
settur niður, og tekur hann þá aðallega á móti þunga
líkamans. Á þessu augnabliki er apturhlutinn laus og
óhindraður; færist þá vinstri apturfótur inn nndir hest-
inn, til að taka við þunga líkainans um leið og fram-
Búnaöarrit XI. 10