Búnaðarrit - 01.01.1897, Side 158
146
hlutinn rís upp; kemur þá aðalþunginn á vinstri aptur-
fótinn, sem spyrnir honum áfrain að nýju.
Þegar hesturinn stekkur, reynir því meira á tvo
fæturna. Ef hann stekkur upp á hægri fótinn, eru það
hægri framfótur og vinstri apturfótur, sem meira bera;
auðvitað er þetta þvert á móti, ef hann stekkur upp á
vinstri fótinn. Sá framfóturinn, sem hesturinn beitir
fyrir, tekur við mcsta þunganum, þegar hann kemur
niður. Apturfóturinn á hinni hliðinni verður einnig um
stund ekki að eins að bera allan þunga líkamans, hold-
ur einnig að lypta honum og spyrna áfram. Hinir tveir
fæturnir, sinn á hvorri hlið, gjöra því mest að því, að
styðja likamann, svo hann ekki kastist til hliðar, þegar
apturfóturinn kastar honum fram, en meðan þeir eru
að fara aptur undan, eru þeir sumpart til að skjóta
honum áfram.
Hver góður reiðhestur ætti því að vera svo vel
taminn, að hann sje jafnfimur að stökkva upp á hvern
fótinn sem er. Er þá hægra að sjá um, að hanu reyni
sem jafnast á fæturna.
Þegar hesturinn stekkur, . heyrast vanalega þrír
hófaskollir mcðan hann færir alla fæturna. Þcir fæt-
urnir, sem meir styðja hestinn, setjast fyrst niður og
svo jafnt, að ekki heyrist nema einn skellur af þeim.
Annar skellurinn er svo af þeim framfætinum, sem
hann beitir fyrir og byrjar ganginn með, og seinasti
skellurinn kemur af þeim apturfætinum, sem mest spyrn-
ir honum áfram. Stökkvi hesturinn upp á það mesta,
heyrast þó ekki nema tvcir hófaskellir. Framfætur og
apturfætur ganga þá svo jafnt, að ekki er hægt að
heyra annað en að annar skellurinn komi af framfótuui
og hinn af apturfótum. Á hinn bóginn getur hesturinn
líka stokkið svo hægt, að hófaskellirnir heyrist fjórir.