Búnaðarrit - 01.01.1897, Side 159
147
hann setur þá fæturna niður raeð svo jöfnu millibili, að
skellur heyrist af hverjum fæti, og er j>að kallað val-
hopp.
Þegar hinar sameinuðu hreyfingar á framhluta og
apturhluta hestsins, er sameiginlega mynda stökkgang
hans, vorða með rjettu samræmi innbyrðis og fastri
reglu, er stökkið manni þægilegur gangur.
Eins og aðrar gangtegundir þarf að lagfæra og
fullkomna stökkið í tamningunni. Ótaminn hestur stekk-
ur þunglamalega og stirt, því framhlutinn er of þungur.
Hann tekur apturhlutann hátt upp, því hann er ljettari,
cn kann ekki að beygja nægilcga liðamót apturfótanna
og færir þá svo ekki nógu vel inn undir sig; kastast
svo þunginn enn meira yfir á framhlutann, þcgar hest-
urinn stekkur.
Þegar á að fá lítið taminn hest til að stökkva,
verður að láta hann bera sig sem bezt eða vera sem
næst því í jafnvægi. Þegar hann svo er farinn að
stökkva, vorður að leitast við að láta hanu gjöra það
jafnt og reglulega. Er þá áríðandi, að taumhaldið sjc
lipurt og stöðugt og hesturinn setinn rjett, svo hann
fipist síður í ganginum. Vilji hesturinn hægja á sjor
og lækka höfuðburðinn, verður að smátaka hann upp að
framan og hvetja hann með fótunum, til þess að hann
setji apturfæturna betur inn undir sig; veitir þá hægra
að halda honum í jafnvægi og fá hann til að stökkva
jafnt og reglulega.
Hverjum hesti er tamara að bcita öðrum framfæt-
inum fyrir. Sje honum tamara að stökkva upp á hægri
fótinn, svo að þurfi að kcnna honuin að beita þeim
vinstri fyrir, byrja stökkið með vinstra framfæti, verður
að undirbúa hann til þess. Þá verður að taka meir í
vinstri tauminn, en slaka þó ekki alveg á þeim hægri;
10*