Búnaðarrit - 01.01.1897, Qupperneq 160
148
skal þá beygja höfuðið svo mikið til hliðar, að um það
bil sjáist á vinstra augað, láta hestinn bera sig hátt
og hvetja hann með fótunum til að fá apturfæturna
inn undir hann sem næst þungamiðjunni. Þcssi undir-
búningur, sem ekki má vera nema augnabliks verk,
ætti helzt að gjörast, þegar bugða kemur á veginn til
vinstri handar. Af því að hesturinn beygir sig eptir
bugnum á veginum, til að halda götunni, stríðkar á
hægri hliðinni, en sú vinstri gengur ögn inn; á þá
hesturinn hægra með að hreyfa vinstri bóginn en þann
hægri. Um leið þarf að hvetja hestinn með fótunum,
en þó meir með hægri fæti, fyrir aptan gjörðina. Sje
hesturinn orðinn nokkurn veginn taminn, inun hann
hlýða þessari bendingu og stökkva reglulega upp á
vinstri fótinn. Þessu gagnstætt verður að bera sig að,
ef á að fá hcstinn til að stökkva upp á hægri fót, láta
hann þá hafa höfuðið til hægri hliðar og hvetja hann
meir með vinstri fæti Varast verður að sveigja hest-
inn svo mikið til hliðar, að apturhluti hans fari út af
götunni, enda fremur klaufalegt, að þurfa að setja hest-
inn næstum þversuin á götunni, þótt eigi að láta hann
stökkva upp á þann fótinn, sem honum er ógeðfeldara.
Bkki er þó til neins að reyna að kenna hesti þetta,
sje hann ekki orðinn svo vel taminn og liðugur, að
hægt veiti að láta hann fara beint áfram götuna, þó
höfuð hans sje haft ögn til hliðar. Sama er að segja
um það, eigi á einhvern annan hátt að laga hestinn
með þcssu móti, að láta hann hafa höfuðið til hliðar,
að þá er það heldur ekki til neins, nema hann þoli það
svo vel, að hann fari eigi að síður beint áfram.
Það er ekki óvanalegt, að hestum liætti til að bcra
fæturna skakkt, þegar þeir stökkva, eða fara nauta-
stökk, scm kallað er. Þegar hesturiun stekkur þannig,