Búnaðarrit - 01.01.1897, Síða 161
149
er of skammt á milli fótanna á annari hliðinni, en aptur
of langt á milli þeirra á hinni. Þetta kcmur af því, að
hann stekkur upp á hægri fót með framfótum, en upp
á vinstri fót með aptnrfótum, eða þá þvert á móti.
Hesturinn er valtur undir, af því meiri þungi lendir á
þeirri hliðinni, þar sem lengra er á milli fótanna, og
er eins og hálfsnúist upp á skrokkinn. Þcssi gangur
er því mjög óþægilegur bæði manni og hesti. Veik-
byggðum hestum, og þcim, sem ofmikið er hert að á
skeiði, hættir einkum til að fara nautastökk.
Um leið og menn finna, að hésturinn bregður þess-
um gangi fyrir, verður strax að taka i taumana og láta
hann hætta að stökkva. Hafi það verið vinstri fram-
fótur, sem byrjaði ganginn, skal taka meira í hægri
tauminn eða svo mikið, að sjáist á auga hestsins, halda
stöðugt við hann og hvetja hann vel með fótunum, svo
hann beri sig sem bezt. Skal þá setja hostinn á stökk
aptur, og, af því að honum er nú stirðari vinstri bóg-
urinn, mun hann beita hinum fyrir og stökkva reglu-
lega upp á hægri fótinn. Hafi óreglan byrjað meðhægri
fæti, verður að haga sjer gagnstætt þessu og taka þá
meira í vinstri tauminn og leitast við að fá hann til að
stökkva upp á vinstri fót, bæði með fram- og aptur-
fótum.
Þegar hesturinn er orðinn nokkurn veginn liðugur
að stökkva, þarf að æfa hann í að stökkva jafnt og
reglulega, þó hann fari hægt, eða kenna honum að val-
hoppa. Verður þá að halda meira við hcstinn, en hvetja
hann þó með fótunum, til þcss að gangurinn haldist við
jafnt og reglulega, þó hægra sje farið; er þá áríðandi,
að taumhaldið sje stöðugt, svo hesturinn flpist ekki.
Sumum hættir þó til að vilja kippa í taumana, of hest-
urinn er fjörmikill og vill æða áfram; vill hann þá