Búnaðarrit - 01.01.1897, Síða 166
164
hægt veiti að láta hann byrja skeiðið á hægri ferð og
halda því með fullri ferð án þess að fipast eða fara á
stökk; eins að hægt sje að taka hann af stökki á full-
hart skeið, án þess hann fipist eða fari á stökk aptur.
Erlendis er skeiðið áiitið rangur og óeðlilegur gang-
ur, og er það einkum fýrir það, hvað það er hestinum
erfitt Þetta er á miklum rökum byggt, og ættum vjer
því að minni hyggju að hafa það frcmur til skemmtun-
ar og til að sýna, að hesturinn sje vel taminn, heldur
en til verulegrar og jafnrar ároynslu, einkum sje skeið-
ið ekki hestinum eiginlegt
Það kemur opt fyrir í tamningunni, að það geti
verið gagnlegt að halda svo mikið við hestinn, á hvaða
gangi sem hann fer, að hann fari hægar án þess þó að
skipta um gang eða ganga dauflega. Verður þá að
hvetja hestinn ineð fótunum til að halda gauginum við
með reglu, þó hann fari hægar. Með því að halda þann-
ig við hestinn og hvetja hann þó, vinnst það helzt, að
apturfæturnir ganga botur inn undir hann, hann reisir
sig betur að framan og hægra er að ná hinum rjetta
höfuðburði, hreyfingarnar vorða mýkri og hesturinn ber
fótinn hærra.
Þessa aðferð má einkum nota, þegar hesturinn vill
leggjast í taumana og því ekki hreyfa sig i jafnvægi
eða á annan hátt hlýða vilja mannsins; sömuleiðis ef
hann þykir bera of lágt fótinn, eða þegar á einhvern
hátt á að vekja eptirtekt hans á bcndingum roiðmanns-
ins. Aptur á móti má ekki hafa þessa aðferð við þá
hesta, sein hriuga um of makkann, því þá vcitir enn
orfiðara að fá þá til að bera rjett höfuðið og styðja sig
við beizlið.
Aldrei ætti að þarfiausu að stilla hcst fljótlega af
hraðri ferð; getur það auðveldlega skaðað skepnuna,