Búnaðarrit - 01.01.1897, Page 170
168
latidsJagi, loptslagi, ineðferð og ýmsu öðru. í köldum
fjallalönduni verða hestar smáir og loðnir, svo sem á
íslandi, Norvegi og Skotlandi. Nokkur hestakynin skulu
hjer nefnd.
Arábislár liestar eru taldir allra hesta beztir og
fallegastir, flestir eru þeír gráir að lit og 54—60 þml.
háir á herðakamb. Þeir eru fljótir, sterkir og þolnir.
Þcssir hestar hafa vcrið aldir upp með meiri umhyggju
og elsku en nokkurt annað hestakyn. Arabar skipta
hestum sínum í 2 flokka, hina kynstóru og hina kyn-
smáu. Þcir halda bækur um ættartölu kynstóru hest-
anna og geta rakið ættir þeirra fram í fornöld; rita
þeir við fæðingu hvers folalds uafn þess og fæðingar-
dag. Kynsmáu hestunum er bægt frá hinum kynstóru,
svo kynin blandist ekki saman.
Persneslár hestar hafa verið anriálaðir fyrir fegurð,
en ekki eru þoir eins fljótir eða þolnir og arabisku
hestarnir.
Enslár veðreicfarhestar eru að miklu leyti komnir
af arabiskum hestum, en eru þeim þó í mörgu ólíkir.
Þeir cru hcsta fljótastir og fjörugastir. Þeir eru 63
þml. á hæð og þar yfir.
Spanslár hestar hafa verið taldir með beztu hest-
um í Norðurálfunni. Þeir eru ættaðir frá arabiskum
hestum. Þeir eru stórir og liðugir, en misst -hafa þeir
flýti arabisku hestanna.
Norskir hestar skiptast i tvennt, „Guðbrandsdala-
kyn“ og „fjarðakyn“. Hið fyrtalda er álíka stórt óg
arabiskir hestar, en fjarðakynið cr minna, 54—57 þml.
á hæð. Norsku hestarnir eru líkari íslenzkum hestum
en nokkrir aðrir hcstar, cinkum fjarðakynið. — íslenzkra
hesta verður síðar getið.
Einkenni gbðra, hesta eru talin þessi: Höfuðið