Búnaðarrit - 01.01.1897, Síða 171
159
sje nett, holdlitið, frammjótt og hjor um bíl beint á
hlið að sjá af cnni til uasa augun íjörug og skær,
nasir stórar, flipar þunnir, eyrun lítil og mjó, og leiki
liðugt á höfðinu, háls og makki hár, þunnur víð höfuð,
þykkur við brjóst, bógar þreknir og brjóst breitt, herða-
kambur hár, en ekki þykkur, ávalar síður og kviður,
lend breið, vöðvamikil læri, liðamót þrekin, fót-
leggir mjóir, hófar nettir, svartir, óskakkir og óklofnir
taglhár mikið og taglsrætur gildar. Vanalega eru fjör-
hestar mjög tilflnningarnæmir, t. d. kippast snöggt við,
ef fingrí er pikkað í síðurnar.
Lýsing þossi á auðvitað einurigis við reiðhesta, cn
ekki áburðar nje dráttarhesta, sem eru luralegir og
sterkir og líkjast moir filum en rennileguin hestuin.
Sagðir eru enSkir kerruhestar allra hesta digrastír og
allt að 3j/4 ál. á hæð.
Hesturinn ber fæturna á marga vegu. Hverju
ganglagi má skipta í hægt og hratt. Hesturinn getur
t. d. á seinagangi farið fót fyrir fót eða hratt og er
það nefnt ýmsum nöfnum, svo sem ljettigangur, tölt,
hýruspor, hraður klyfjagangur o. fl.
Á hvaða gangi, sem hesturinn gengur, ber hann
fæturna eptir vissri röð. Ef hann breytir reglunni, eins
og opt á sjer stað með vekringa, nefnum vjer það víxl.
Þá er hesturinn gengur seinagang, ber hann fæturna
eptir þessari röð: hægri framfótur lyptist fyrst upp og
fram, svo vinstri apturfótur, þá vinstri frauifótur og
seinast hægri apturfótur. Fótaburður hestsins, þcgar
hann brokkar, cr nærfellt hinn sami og á seinagangi,
munurinn or aðeins sá, að hesturinn beitir nieira afli á
brokki og ber fæturna fljótar. Þogar hestur skeiðar,
ber hann fæturna þannig: fyrst lyptir hann hægra fram-
fæti upp og tekur hann fram, þar næst hægra aptur-