Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 172
160
fæti, þá vinstra framfæti og scinast vinstra apturfæti.
Ef hesturinn valhoppar til hægri hliðar, scm optast cr,
þá lyptist liægri framfótur mest upp og grípur lenqst
fram. þá vinstri framfótur, þá hægri aptnrfótur og síð-
ast vinstri apturfótur. Hraðasta stökk er þannig: hest-
urinn rcisir sig upp að framan og lyptir upp báðum
framfótum krcpptum, en spyrnir í með báðum aptur-
fótum grípur svo fram með báðum framfótum og tekur
á móti þunganum og ber hann, þangað til apturfæturnir
eru komnir svo langt fram, að þeir geta tekið á móti
þunganum aptur. Stökkið er stórgjörðasta ganglag
hestsins og á engum gangi yetur hann orðið eíns fljótur;
það getur ekki átt sjer stað, að nokkur hestur, sem lcann að
stökkva, geti vcrið eins fljótur á skeiði og á stökki, eins
og margir halda þó.
Það sem gjörír það að verkum, að mönnum þykir
þægilegra að sitja á hcsti, þegar hann stekkur en þeg-
ar hann brokkar, er það að hristingurinn er minni. Á
stökkinu kastast maður méð hestinum áfram í stór-
um bogum og getur betur fylgt hreyfingum hests-
ins cn á brokki, því að þar eru hreyflngarnar vanalega
svo harðar og tíðar upp og niður, að maður getur ekki
fylgt þeim nema hesturinn sje því betur teygður á
brokki. Á skeiði er hreyfingin mest til hliðar, þar sem
mótstaðan er engin, og þess vegna er vekurðin svo
þægileg; að ríða vökrum hesti líkist þvi að sigla hlið-
byr á bárulitlum sjó.
Aldur hesta sjer maður helzt, af tönnum þeirra; þó
er stundum ómögulegt að ákveða aldur á þenna hátt
Ef hestar ganga í grýttum, sendnum eða graslitlum
högum, slitna tennurnar miklu fyr en þcgar þeir ganga
í mjúkum og grasmiklum högum, og af hörðu fóðri
slitna þær meir en af mjúku, en því meir, sem tenn-